Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 328 . mál.


674. Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um umhverfismál járnblendiverksmiðju í Hvalfirði.

    Hvernig hefur verið staðið að rekstri járnblendiverksmiðju í Hvalfirði með tilliti til 11. greinar laga nr. 18/1977?
    Áður en rekstur járnblendiverksmiðjunnar hófst voru gerðar líffræðilegar athuganir á umhverfi verksmiðjunnar. Niðurstöður skyldu vera til samanburðar við hugsanlegar síðari athuganir. Hönnun verksmiðjunnar og rekstur voru í samræmi við lög og reglugerðir og hún hefur uppfyllt ákvæði starfsleyfis. Lög og reglugerðir hafa hins vegar breyst frá því að rekstur verksmiðjunnar hófst. Ráðuneytið hefur nýlega beðið Hollustuvernd ríkisins að gera samanburð á starfsleyfi verksmiðjunnar og breyttum kröfum í lögum og reglugerðum hin síðari ár með það fyrir augum að færa starfsleyfið að þeim breytingum.

    Hvaða meginkröfur um takmörkun á losun mengandi efna er að finna í starfsleyfi verksmiðjunnar?

    Meginkröfur í starfsleyfi vegna losunar mengunarefna eru eftirfarandi:
—    Takmörkun á losun loftmengunarefna nær einkum til ryks og brennisteinssambanda. Að því er ryk varðar er gerð krafa um að útblástur frá hreinsibúnaði skuli ekki innihalda meira en 100 mg/Nm 3 af þurru lofti, en losun á brennisteinssamböndum er hins vegar takmörkuð með því að gera kröfu um hámarksinnihald brennisteins í kolum og koksi, 2,0% miðað við ársmeðaltal og 2,5% í hverjum farmi. Frekari takmörkun á losun loftmengunarefna byggist á þeim búnaði sem notaður er og starfsháttum, t.d. yfirbyggingu færibanda og geymslu hráefna.
—    Takmörkun á losun vatnsmengunarefna er náð með því að gera kröfur um hreinsibúnað fyrir skolp, frágang olíugeyma, takmörkun á efnanotkun og setþró fyrir þvottavatn frá hráefni. Engin töluleg gildi er að finna í starfsleyfi um þennan hátt.
—    Takmörkun á mengun frá föstum úrgangi byggist á kögglun ryks frá hreinsibúnaði og nýtingu úrgangs, eftir því sem unnt er. Engin töluleg gildi er að finna í starfsleyfi um þennan þátt.

    Hvernig hefur verksmiðjan uppfyllt sett skilyrði, m.a. með viðhaldi á mengunarvarnabúnaði? Frávik frá eðlilegum rekstri mengunarvarnabúnaðar óskast tilgreind, t.d. sl. 5 ár.

    Verksmiðjan uppfyllir kröfur um hámarkslosun mengunarefna í eðlilegum rekstri og er með þeim tækjabúnaði sem starfsleyfi kveður á um. Það er mat Hollustuverndar ríkisins að viðhald hafi verið í lagi. Það er matsatriði hvaða kröfur eigi að gera um birgðir varahluta til viðhalds á stórum og dýrum búnaði. Hollustuvernd ríkisins hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við þennan þátt viðhaldsins. Þetta atriði kann að þurfa endurskoðunar við með hliðsjón af verulega auknu algeru og stuttu reyksleppi á síðasta ári, sbr. eftirfarandi upplýsingar.
    Reykslepp vegna frávika frá eðlilegum rekstri mengunarvarnabúnaðar eru þrenns konar:
         
    
    Algert reykslepp vegna stærri bilana eða útsláttar. Tíðni slíkra reyksleppa frá báðum reykhreinsivirkjum (R 1 og R 2) kemur fram í eftirfarandi töflu:

1986

1987

1988

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996



R 1 rekstur %      99
,93 99 ,93 99 ,94 99 ,95 99 ,90 99 ,91 99 ,57 99 ,62 99 ,87
99 ,28
R 2 rekstur %      99
,92 99 ,92 99 ,9 99 ,68 99 ,85 99 ,39 99 ,71 99 ,82 99 ,76
98 ,97
Tap samtals %      0
,15 0 ,15 0 ,16 0 ,37 0 ,25 0 ,70 0 ,72 0 ,56 0 ,37
1 ,75
R 1 reykslepp h     
5 ,59 5 ,17 4 ,06 7 ,5 6 ,1 36 ,9 27 ,5 10 ,8 60 ,8
R 2 reykslepp h     
3 ,76 8 ,4 22 ,5 8 ,8 45 ,9 25 ,0 15 ,0 20 ,4 87 ,5
Samtals klst.     
9 ,4 13 ,6 26 ,6 16 ,3 51 ,9 61 ,9 42 ,5 31 ,1 148 ,3

         
    
    Stutt reykslepp vegna hita- og/eða þrýstingsútsláttar í reykhreinsivirki. Hér er ekki um bilun að ræða heldur slá út öryggislokar sem vernda reykhreinsivirkið gegn yfirhita eða þrýstingi. Slíkur útsláttur varir ekki nema í nokkrar mínútur í hvert sinn. Fjöldi slíkra tilvika á ári er tilgreindur í eftirfarandi töflu:

1986

1987

1988

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996



R 1-reykslepp     

17

49
46 63 60 92 177
R 2-reykslepp     

47

56
306 288 54 110 327
Samtals-reykslepp     

28

64

105
352 351 114 202 504


         
    
    Reykslepp um einn skorstein af þremur með reykhreinsivirki í gangi. Þetta gerist t.d. ef skorsteinsloka bilar eða ef annar af tveimur aðalblásurum reykhreinsivirkis bilar og ofnar eru kyntir með hámarksálagi.

1986

1987

1988

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996



Einn skorsteinn opinn, klst.     

216

155

500

260

207




    Hvernig hefur eftirliti með ákvæðum starfsleyfis verksmiðjunnar verið háttað frá upphafi og þar til nú? Hafi eftirliti verið ábótavant, hverjar eru þá ástæður þess?
    Fyrst eftir að Hollustuvernd ríkisins var sett á laggirnar árið 1982 var almennt eftirlit með atvinnurekstri í höndum viðkomandi heilbrigðisnefndar, en sérhæft eftirlit í höndum Hollustuverndar ríkisins. Þetta breyttist árið 1991 en þá var tekið upp það fyrirkomulag sem í megindráttum gildir enn. Samkvæmt því er allt eftirlit með stóriðjufyrirtækjum og öðrum atvinnurekstri sem upp er talinn í viðauka 7 í mengunarvarnareglugerð í höndum Hollustuverndar ríkisins. Eftirlitsskyld fyrirtæki greiða árlegt gjald til Hollustuverndar ríkisins og er því ætlað að standa straum af kostnaðinum. Annar atvinnurekstur er undir eftirliti viðkomandi heilbrigðisnefndar.
    Eftirlit Hollustuverndar ríkisins er með tvennum hætti, sbr. 5. gr. mengunarvarnareglugerðar nr. 48/1994, með síðari breytingum. Annars vegar er um að ræða skoðun eftirlitsaðila en í stóriðjufyrirtækjum skal skoðun fara fram a.m.k. tvisvar á ári. Hins vegar skal mæla losun mengunarefna. Einnig getur komið til könnun á áhrifum í umhverfinu, en árlegt eftirlitsgjald stendur þó ekki undir viðamikilli úttekt á því sviði. Í stærstu og/eða mest mengandi fyrirtækjunum skal mæling fara fram á a.m.k. þriggja ára fresti. Í gildandi starfsleyfi járnblendiverksmiðjunnar er ákvæði um að fyrirtækið greiði allan kostnað við rannsóknir sem Heilbrigðiseftirlit ríkisins (nú Hollustuvernd ríkisins) telur nauðsynlegt að framkvæma og ráðherra samþykkir. Framkvæmdin hefur verið með þeim hætti að verksmiðjan hefur greitt árlegt gjald til Hollustuverndar ríkisins eins og önnur sambærileg fyrirtæki. Þannig greiðir verksmiðjan fyrir skoðun og mælingar eins og mengunarvarnareglugerð kveður á um. Stofnunin hefur hins vegar vegna mannfæðar ekki getað sinnt eftirlitinu sem skyldi. Ástæðan er sú að verkefni á stofnuninni hafa aukist verulega á undanförnum árum, ekki síst með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Nokkrar athuganir hafa verið gerðar á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar umfram það sem árlegu gjaldi er ætlað að standa undir. Verksmiðjan hefur greitt kostnað vegna þessara athugana. Þessar athuganir eru eftirfarandi:
—    Athugun á magni svifryks og brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti eftir að einn ofn hafði tekið til starfa og brennisteinsdíoxíðs eftir að tveir ofnar höfðu verið starfræktir um nokkurt skeið.
—    Mæling á fjölhringa-arómatískum efnasamböndum (PAH) og þungmálmum í afrennsli frá förgunarhaug forskiljuryks og pokasíuryks.
    Auk þess hefur RALA gert þungmálmagreiningar í mosa á svæðinu. Þær mælingar voru liður í samnorrænu verkefni, óháðar verksmiðjunni, en niðurstöður nýtast til að meta umfang þungmálmamengunar frá starfseminni.

    Hefur verksmiðjan uppfyllt kröfur samkvæmt starfsleyfi undanfarin missiri?
    Það er skoðun Hollustuverndar ríkisins að verksmiðjan hafi undanfarin missiri uppfyllt ákvæði gildandi starfsleyfis, þrátt fyrir verulega aukningu reykslepps á síðasta ári. Mikill hluti losunarinnar stafar af stórum viðhaldsverkefnum á reykhreinsibúnaði. Um þennan þátt segir í gildandi starfsleyfi verksmiðjunnar: „Reynist fyrirtækinu ekki unnt að ljúka nauðsynlegum lagfæringum innan þriggja klukkustunda, frá því umrætt ástand skapast, skal bilunin tilkynnt Heilbrigðiseftirliti ríkisins [nú Hollustuvernd ríkisins], er fylgist með framkvæmd úrbóta og leggur fyrir ráðherra í samráði við landlækni, hvort ástæða geti verið til sérstakra aðgerða.“ Í ljósi þess að ryk frá verksmiðjunni inniheldur ekki skaðleg efni, en um óvirkt ryk er að ræða, hefur Hollustuvernd ríkisins ekki þótt ástæða til sérstakra aðgerða þegar tilkynnt hefur verið um bilun og verksmiðjan hefur gert grein fyrir áætlunum um verklok viðgerðar. Einu tilfellin þar sem stofnuninni sýnist að núgildandi starfsleyfi hafi ekki verið uppfyllt varða takmarkað reykslepp um einn skorstein af þremur þegar annar blásarinn hefur verið óvirkur. Í starfsleyfi segir: „Blásurum skal þannig fyrirkomið og afköst þeirra skulu við það miðuð að hreinsa megi sem svarar öllu rykmenguðu lofti frá ofni verksmiðjunnar, þótt annar blásari stöðvist.“ Þar sem rykmagn er þá mun minna en í fullu reyksleppi hefur Hollustuvernd ríkisins þó ekki þótt ástæða til að gera ráðstafanir vegna einstakra tilvika.

    Hvers vegna hefur starfsleyfið ekki verið endurskoðað?
    Starfsleyfi járnblendiverksmiðjunnar var gefið út árið 1977, ótímabundið, og því hefur ekki verið breytt. Með breytingum á lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, í maí 1994 var sett inn heimild til að endurskoða starfsleyfi vegna breytinga á atvinnurekstri eða vegna tækniþróunar. Ástæðan fyrir því að starfsleyfi verksmiðjunnar hefur ekki enn verið endurskoðað er sú að Hollustuvernd ríkisins hefur ekki komist yfir að sinna öllum nauðsynlegum verkefnum á undanförnum árum. Unnið er að endurskoðun starfsleyfisins hjá stofnuninni sem stendur. Rétt er að benda á að núorðið eru öll starfsleyfi gefin út til tiltekins tíma. Það þýðir aukið aðhald, en einnig meiri vinnu vegna starfsleyfisþáttarins og eftirlits á vegum Hollustuverndar ríkisins.