Ferill 398. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 398 . mál.


692. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um framkvæmd laga um fangelsi og fangavist.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hvernig er staðið að framkvæmd 14. gr. laga um fangelsi og fangavist þar sem kveðið er á um að fangi skuli eiga kost á að stunda nám? Hversu margir fangar stunduðu nám árin 1995 og 1996 og hversu margir áttu þess ekki kost, sundurliðað eftir fangelsum?
    Hversu margir fangar hafa á síðustu fimm árum
         
    
    stundað nám á verknámsbraut,
         
    
    lokið slíku námi,
         
    
    stundað nám á bóknámsbraut,
         
    
    lokið slíku námi,
        á meðan á refsivist stóð?
    Hver var heildarkostnaður við nám fanga innan og utan fangelsa á sama tímabili, annars vegar kostnaður ríkisins og hins vegar kostnaður fanga?
    Hvernig er staðið að framkvæmd 15. gr. laga um fangelsi og fangavist þar sem kveðið er á um að fanga skuli séð fyrir aðstöðu til tómstundaiðkana og líkamsþjálfunar? Í hvaða fangelsum er slík aðstaða og hvernig er hún? Í hvaða fangelsum er ekki slík aðstaða? Má þar vænta úrbóta og ef svo er, hvenær?


Skriflegt svar óskast.