Ferill 406. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 406 . mál.


703. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um eftirgjöf afnotagjalda Ríkisútvarpsins til aldraðra og öryrkja.

Frá Svavari Gestssyni.



    Hversu margir elli- og örorkulífeyrisþegar misstu undanþágu frá greiðslu afnotagjalda Ríkisútvarpsins árið 1995?
    Hversu margir úr sama hópi misstu undanþáguna árið 1996?
    Hvaða breytingum er gert ráð fyrir árið 1997 og hvers vegna?
    Hverjar verða breytingar á útgjöldum Ríkisútvarpsins eða ríkissjóðs á þessu ári samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum um eftirgjöf afnotagjalda?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.


    Fyrir mörgum vikum óskaði fyrirspyrjandi svars við samhljóða spurningum frá heilbrigðisráðherra. Svarið barst með bréfi dagsettu 20. febrúar sl. en því miður svarar það ekki spurningunum. Hins vegar vísar heilbrigðisráðherra málinu til menntamálaráðherra. Í samræmi við þessa ábendingu heilbrigðisráðherra er farið fram á að menntamálaráðherra svari þessum spurningum. Það er vissulega umhugsunarefni að svo langan tíma skuli taka að afla upplýsinga um þá miklu kjaraskerðingu sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir er þeir misstu, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, rétt til niðurfellingar afnotagjalda útvarps og sjónvarps. Sú kjaraskerðing nemur 24.000 kr. á ári eða um það bil hálfsmánaðartekjum þeirra tekjulægstu.