Ferill 414. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–1997. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 414 . mál.


715. Frumvarp til laga



um breyting á lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 16 13. apríl 1973, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996–97.)



1. gr.

    1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Heimild þessi gildir til ársloka 2007.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 30. apríl 1997.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu, sem flutt er að beiðni stjórnar Happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, er lagt til að leyfi Dvalarheimilis aldraðra sjómanna til að reka happdrætti á þann hátt sem verið hefur frá 1954 verði framlengt um tíu ár, þ.e. til ársloka 2007.
    Leyfi til rekstursins var síðast framlengt með lögum nr. 24/1987 og þá til ársloka 1997.
    Nýtt happdrættisár hefst 1. maí 1997 og þarf því að liggja fyrir heimild til áframhaldandi happdrættisreksturs fyrir þann tíma. Því er lagt til í 2. gr. að lögin öðlist gildi 30. apríl 1997.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um happdrætti


Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 16 13. apríl 1973, með síðari breytingum.


    Í frumvarpinu er lagt til að framlengja leyfi happdrættisins um 10 ár, þ.e. til ársloka 2007. Ekki verður séð að frumvarpið hafi í för með sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð verði það óbreytt að lögum.