Ferill 357. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 357 . mál.


716. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um laun og starfskjör starfsmanna Pósts og síma.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver eru heildarlaunakjör og starfskjör æðstu yfirmanna Pósts og síma hf., þ.e. forstjóra, framkvæmdastjóra og forstöðumanna sviða, stöðvarstjóra, deildarstjóra og annarra stjórnenda, svo og heildarlaun og starfskjör sömu eða sambærilegra yfirmanna á ári sl. þrjú ár, 1994–96, áður en Pósti og síma var breytt í hlutafélag?
                  Svar óskast sundurliðað eftir föstum grunnlaunum, öðrum greiðslum, þóknunum og fríðindum, svo sem ferðakostnaði, risnu og bifreiðahlunnindum.
    Hvaða reglur gilda um risnu, ferða- og dvalarkostnað og bílafríðindi fyrrgreindra starfsmanna fyrir og eftir breytinguna og hverjar eru áætlaðar fjárhæðir í því sambandi?
    Sitja eða sátu fyrrgreindir starfsmenn í stjórnum fyrirtækja eða stofnana sem tengjast starfsemi Pósts og síma eða Pósts og síma hf. og hvaða greiðslur hafa þeir þegið fyrir slík störf?
    Hver eru heildarlaun og starfskjör stjórnarmanna hjá Pósti og síma hf. og hver tók ákvörðun um þau?
                  Svar óskast sundurliðað eftir launum formanns og annarra stjórnarmanna.


    Hinn 1. janúar 1997 tók til starfa hlutafélagið Póstur og sími á grundvelli laga nr. 103/1996, um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar. Með stofnun Pósts og síma hf. rofnuðu öll stjórnsýslutengsl milli ráðuneytis og félagsins sem áður voru milli ráðuneytis og Póst- og símamálastofnunar og hefur ráðuneytið nú ekki skipunarvald í málefnum Pósts og síma hf. Engu breytir þótt allt hlutafé sé í eigu íslenska ríkisins og samgönguráðherra fari með eignaraðild ríkissjóðs í Pósti og síma hf.
    Stjórn félagsins, sem var kosin á stofnfundi þess 27. desember 1996, ræður starfsmenn og ákveður kjör þeirra. Samgönguráðuneytið hefur engin afskipti af gerð ráðningarsamninga við starfsmenn Pósts og síma hf. Ráðningar og starfskjör starfsmanna Pósts og síma hf. teljast trúnaðarmál milli stjórnar félagsins og starfsmanna. Ráðuneytið hefur því ekki þær upplýsingar sem um er beðið í fyrirspurninni að því er varðar Póst og síma hf. og telur sér ekki fært að krefjast þeirra.
    Öðru máli gegnir um Póst- og símamálastofnun og fer hér á eftir svar við spurningum um launakjör yfirmanna Póst- og símamálastofnunar árin 1995 og 1996. Aðgangur að launagreiðslum ársins 1994 er ekki fyrir hendi, hvorki hjá Pósti og síma né fjármálaráðuneyti.
    Yfirmenn Póst- og símamálastofnunar röðuðust þannig í launaflokka árin 1995 og 1996:


Prentað upp á ný.


Launaflokkur     Starfsheiti

Fjöldi



160

    Aðstoðarpóst- og símamálastjóri     
1

158

    Framkvæmdastjóri, umdæmisstjóri     
5

157

    Aðalendurskoðandi, aðstoðarframkvæmdastjóri, yfirverkfræðingur, umdæmisstjóri     
10

156

    Yfirverkfræðingur, yfirviðskiptafræðingur, umdæmisstjóri     
9

155

    Póstmálafulltrúi, yfirtæknifræðingur, yfirviðskiptafræðingur, umdæmisstjóri     
17

154

    Yfirtæknifræðingur, yfirverkfræðingur, skólastjóri     
7

153

    Deildarstjóri, deildarverkfræðingur, starfsþróunarstjóri, upplýsinga- og blaðafulltrúi,

    verkefnastjóri, yfirviðskiptafræðingur     
14

152

    Deildartæknifræðingur, deildarverkfræðingur     
8

151

    Deildarstjóri, deildarverkfræðingur, deildarviðskiptafræðingur, yfirviðskiptafræðingur     
9

150

    Deildarstjóri, deildartæknifræðingur, verkefnastjóri     
7

149

    Alþjóðafræðingur, deildarstjóri, deildarviðskiptafræðingur, verkefnastjóri     
7

147

    Deildarviðskiptafræðingur     
1

455

    Aðalféhirðir     
1

452

    Birgðastjóri, deildarstjóri, forstöðumaður, skrifstofustjóri, yfirdeildarstjóri     
12

451

    Póstrekstrarstjóri     
1

450

    Skrifstofustjóri, yfirdeildarstjóri     
6


    Dagvinnulaun framgreindra eru frá 91.123 kr. til 156.547 kr. á mánuði, eða að meðaltali 123.835 kr. á mánuði. Yfirvinna þeirra var að meðaltali 1.046.373 kr. á hvern starfsmann árið 1995 og 1.215.854 kr. árið 1996.
    Póst- og símamálastjóri fékk greidd laun samkvæmt launaflokki 171 og að meðaltali 50 klst. yfirvinnu á mánuði.
    Fjöldi og röðun stöðvarstjóra á Póst- og símastöðvum 31. desember 1996 var þannig:

Launaflokkur

Fjöldi


453

1

452

4

451

9

450

2

449

12

448

13

447

1

446

18

445

18

444

9

443

6
    (hlutastöðvar)


93

    Laun fyrir dagvinnu samkvæmt ofangreindum launaflokkum eru frá 80.724 kr. til 119.431 kr. á mánuði, eða að meðaltali 100.078 kr. á mánuði.
    Yfirvinna stöðvarstjóra nam alls 39.133.000 kr. árið 1995, eða 420.785 kr. að meðaltali, og 45.617.000 kr. árið 1996, eða 490.505 kr. að meðaltali.
    Engir starfsmenn njóta risnuhlunninda.
    Greiðsla fyrir bifreiðanotkun í árslok 1996 er samkvæmt reglum bílanefndar ríkisins, þ.e. að hámarki 2.000 km á ári, eða samkvæmt akstursdagbók.
    Greiðsla fyrir ferða- og gistikostnað er samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar.
    Skólanefnd Póst- og símaskólans var eina launaða nefnd stofnunarinnar. Í henni voru sjö nefndarmenn. Fyrir setu í skólanefnd fékk hver nefndarmanna 54.744 kr. ársgreiðslu á árinu 1996.
    Laun stjórnarmanna hjá Pósti og síma hf. voru ákveðin á stofnfundi félagsins 27. desember 1996 og fær hver stjórnarmaður 41.734 kr. í laun á mánuði, en formaður tvöfalda þá fjárhæð. Þetta eru heildarlaun stjórnarmanna.