Ferill 415. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 415 . mál.


717. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um úrskurð um umhverfisáhrif landgræðsluverkefnis á Hólasandi.

Frá Svavari Gestssyni.



    Hvaða stofnanir ráðuneytisins eiga að koma að mati á umhverfisáhrifum landgræðsluverkefnisins á Hólasandi og hvert er álit þeirra á úrskurði skipulagsstjóra frá 8. ágúst 1996? Er úrskurður ráðherra frá 25. febrúar sl. í samræmi við það álit? Ef ekki, á hverju byggist úrskurður ráðherra?
    Hvaða alþjóðlegt samstarf sem Ísland á aðild að og hvaða alþjóðlegir samningar sem undirritaðir hafa verið fyrir hönd Íslands varða þetta mál? Var tekið tillit til alþjóðlegra skuldbindinga við afgreiðslu málsins?
    Hver er afstaða sveitarstjórnar Skútustaðahrepps til úrskurðar skipulagsstjóra frá 8. ágúst 1996? Er úrskurður ráðherra frá 25. febrúar sl. í samræmi við það álit?
    Hvers vegna úrskurðaði ráðherra ekki í málinu innan tilskilins tíma, þ.e. átta vikna frá því að kæra berst, sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum?
    Telur ráðherra að þörf sé á að stærri landgræðslu- og skógræktarverkefni fari alltaf í mat á umhverfisáhrifum áður en ráðist er í framkvæmdir? Ef ekki, hver geta rökin verið?


Skriflegt svar óskast.