Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 430 . mál.


734. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um úthlutunarreglur dreifbýlisstyrkja.

Frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni.



    Hve miklum peningum hefur verið varið árlega í dreifbýlisstyrki fyrir framhaldsskólanemendur á síðustu tíu árum?
    Eftir hvaða úthlutunarreglum er farið?
    Njóta nemendur, sem búa í mestri fjarlægð frá framhaldsskólum, sérstöðu þegar til úthlutunar kemur?
    Er á döfinni að breyta úthlutunarreglunum? Ef svo er, þá hvernig?