Ferill 274. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 274 . mál.


764. Svar



sjávarútvegsráðherra við Einars K. Guðfinnssonar um útflutning á ferskum fiski.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mikið var flutt út af ferskum fiskflökum á árunum 1994–96? — Svar óskast sundurliðað eftir magni og verðmæti á sambærilegu verðlagi.
    Hvernig skiptist þessi útflutningur eftir fisktegundum og markaðslöndum, sundurliðað eftir magni og verðmæti á sambærilegu verðlagi?
    Hve miklar voru heildartollgreiðslur af þessum útflutningi?
    Hvaða áhrif hafa GATT-samkomlagið og EES-samningurinn haft á tollgreiðslur af þessum útflutningi?


    Forsendur sem notaðar eru í svarinu eru eftirfarandi:
    Verðmæti eru á föstu verði og er miðað við verðlag í desember 1996. Neysluverðsvísitala er notuð við framreikninga.
    Við útreikning á fob-verði er notað meðalgengi í desember 1996. Áður en áætlaðir álagðir tollar eru reiknaðir er fob-verðið hækkað um 10% sem er algeng viðmiðun á meðalkostnaði við útflutning á vöru.
    Embætti ríkistollstjóra tókst ekki að fá upplýsingar um tolla í Hong Kong og Singapúr en tollskrár þessara landa eru hvorki til hjá embættinu né í fjármálaráðuneytinu.
    Taka verður fram að tollar til Bandaríkjanna eru frábrugðnir tollum hinna landanna að því leyti að þeir eru ákveðin upphæð á hvert kg af innfluttum fiski en ekki hundraðshluti og að Svíþjóð, Finnland og Austurríki gengu í Evrópusambandið 1995.
    GATT-samkomulagið hefur ekki áhrif á tollgreiðslur af þessum útflutningi. EESsamningurinn hefur aftur á móti áhrif til lækkunar heildargreiðslna tolla. Miðað við framangreindar forsendur í útreikningum á áætluðum álögðum tollum lækka heildargreiðslur tolla um 373.034.484 kr. Áhrif EES-samningsins eftir tegundum þessi þrjú ár sem spurt er um má sjá í eftirfarandi töflu:

Tegund — fersk flök

Lækkun tolla í kr.



Ýsa          
37.601.053

Þorskur
145.661.022

Ufsi     
5.076.571

Síld          
engin áhrif

Loðna
engin áhrif

Karfi     
134.348.708

Langa
114.910

Keila     
6.616

Annar bolfiskur
30.776.843

Grálúða
3.182.410

Lúða     
5.327.723

Annar flatfiskur
9.009.017

Lax          
engin áhrif

Silungur
1.631.855

Annar fiskur
297.756

Samtals
373.034.484


    Rétt er að geta þess að síðasti áfangi EES-samningsins um tollalækkanir gekk í gildi 1. janúar sl.
    Upplýsingar sem óskað er eftir í 1.–3. lið fyrirspurnarinnar koma fram í eftirfarandi töflum.






(Repró, töflur, sendar 11. bls.)