Ferill 457. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 457 . mál.


771. Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um framkvæmd GATT-samningsins.

Frá Ágústi Einarssyni, Sighvati Björgvinssyni og Jóni Baldvini Hannibalssyni.



    Hver hefur verið innflutningur á landbúnaðarvörum, sem skuldbindingar í GATT-samningnum um lágmarksmarkaðsaðgang taka til, frá því að samningurinn um Alþjóðaviðskiptastofnunina tók gildi 1. júlí 1995 til 31. desember 1996? Óskað er upplýsinga um hverja árshelft um sig.
         
    
    Hvert er innflutningsmagn og innflutningsverð á vörum sem tilgreindar eru í viðaukum IIIA og IVA með tollalögunum, sundurliðað eins og þar er gert:
                   
    með tolli skv. 1. mgr. 6. gr. A tollalaga, þ.e. 32% af grunntolli, eða lægri tolli,
                   
    með tolli sem lækkaður hefur verið skv. 3. mgr. 6. gr. A tollalaga,
                   
    með fullum tollum?
         
    
    Hver var hlutdeild innflutnings í innanlandsneyslu sömu vöruflokka?
         
    
    Hvernig svarar hlutdeild innflutnings skv. a-lið til þeirra skuldbindinga GATT-samningsins að tryggja innflutning á tilteknu lágmarki af landbúnaðarvörum, 3–5% af meðalinnanlandsneyslu, sbr. álit meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar við afgreiðslu GATT-samningsins á Alþingi (þingskjal 69 í 27. máli á 119. löggjafarþingi)?
    Hver hefur verið innflutningur á landbúnaðarvörum í 6. og 7. kafla tollskrár, sem skuldbindingar í GATT-samningnum um ríkjandi markaðsaðgang taka til, frá því að samningurinn um Alþjóðaviðskiptastofnunina tók gildi 1. júlí 1995 til 31. desember 1996? Óskað er upplýsinga um hverja árshelft um sig.
         
    
    Hvert er innflutningsmagn og innflutningsverð á vörum úr 6. og 7. kafla tollskrár sem tilgreindar eru í viðaukum IIIB og IVB með tollalögunum, sundurliðað eins og þar er gert:
                   
    með 30% tolli skv. 2. mgr. 6. gr. A tollalaga eða lægri tolli,
                   
    með tolli sem lækkaður hefur verið skv. 4. mgr. 6. gr. A tollalaga,
                   
    með fullum tollum?
         
    
    Hver var innflutningur á sömu vörutegundum á tímabilinu 1. júlí 1993 til 1. júlí 1995?
         
    
    Hver var hlutdeild innflutnings í innanlandsneyslu sömu vöruflokka?
         
    
    Hvernig svarar innflutningur skv. a-lið til þeirra skuldbindinga Íslands í GATT-samningnum að tryggja að aðgangur fyrir innflutning á þessum vörum að markaði hér á landi verði ekki verri en hann var áður?
    Hverjar voru tolltekjur ríkisins og tekjur af sölu tollkvóta af þeim vörum sem um er fjallað í 1.–2. lið, flokkaðar með sama hætti og þar er gert?


Skriflegt svar óskast.