Ferill 465. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 465 . mál.


786. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um réttindi og greiðslur í fæðingarorlofi.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hvaða reglur — samkvæmt lögum, reglugerðum og kjarasamningum — gilda um launagreiðslur, lífeyrisgreiðslur, starfsaldurshækkanir og aðra réttindaávinnslu, lengd orlofs, rétt feðra og annað sem máli skiptir í fæðingarorlofi, hjá
         
    
    ríki,
         
    
    sveitarfélögum,
         
    
    bönkum,
         
    
    öðrum?
    Hvað voru greiðslurnar háar á síðasta ári vegna starfa hjá
         
    
    hinu opinbera,
         
    
    bönkum,
         
    
    öðrum?
    Hve margar fæðingar var um að ræða og hver er áætlaður launatengdur kostnaður að meðaltali í hverju tilviki? Hver var heildarkostnaðurinn á hvert fæðingarorlof að meðaltali, annars vegar útlagður kostnaður og hins vegar að meðtöldum tengdum kostnaði?
    Hve mikill mundi kostnaðurinn verða á ári ef réttindi yrðu samræmd þannig að allir nytu bestu réttinda?


Skriflegt svar óskast.