Ferill 400. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 400 . mál.


792. Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um framkvæmd laga um fangelsi og fangavist.

    Á landinu eru 138 fangapláss í fimm fangelsum. Þau eru:

    Fangelsið á Litla-Hraun: 87 fangapláss.
    Hegningarhúsið í Reykjavík: 16 fangapláss.
    Fangelsið að Kópavogsbraut 17, Kópavogi: 12 fangapláss.
    Fangelsið á Kvíabryggju: 14 fangapláss.
    Fangelsisdeildin í lögreglustöðinni á Akureyri: 9 fangapláss.

    Hvernig er staðið að framkvæmd 5. tölul. 2. gr. laga um fangelsi og fangavist (um sérhæfða þjónustu) hvað varðar sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf? Hversu margir fangar fengu þjónustu sálfræðinga og félagsráðgjafa árin 1995 og 1996, sundurliðað eftir fangelsum og fjölda þeirra skipta sem hver einstaklingur fékk þjónustuna? Var þörfinni fyrir þessa þjónustu fullnægt? Ef ekki, hversu mörgum beiðnum var synjað?
    Hjá Fangelsismálastofnun starfar einn sálfræðingur. Árið 1996 var ráðinn sérstakur sálfræðingur til starfa á Litla-Hrauni, en hann lét af störfum eftir fjóra mánuði og í framhaldi af því var auglýst eftir sálfræðingi til starfa en án árangurs. Stefnt er að því að auglýsa á ný eftir sálfræðingi til starfa á Litla-Hrauni. Í töflunni eru tölulegar upplýsingar um veitta þjónustu sálfræðings Fangelsismálastofnunar, þ.e. fjölda viðtala og heimsókna í fangelsin.

Fangelsi/staður

Ferðir í fangelsi

Einstaklingar.

1–5 viðtöl

6 viðtöl og fleiri

Viðtöl alls

    

1995

1996

1995

1996

1995

1996

1995

1996

1995

1996



Fangelsismálastofnun     
-
- 31 41 23 32 8 9 153 178
Hegningarhúsið     
33
25 34 22 31 20 3 2 86 43
Fangelsið, Litla-Hrauni     
23
13 29 26 19 24 10 2 166 52
Fangelsið, Kópavogi     
25
11 22 14 19 14 3 - 63 23     
Fangelsið, Kvíabryggju     
7
5 14 15 14 15 - - 32 34
Fangelsið í Síðumúla²     
21
10 12 7 11 5 1 2 27 19
Fangelsið á Akureyri     
2
3 5 3 5 3 - - 5 3
Réttargeðdeildin, Sogni     
-
4 - 2 - 2 - - - 4
Annar sálfræðingur     
-
? - 46 - ? - ? - 288
Samtals     
111
71 - - - - - - 532 644

. Hér er um að ræða fjölda einstaklinga á hverjum stað. Fangar eru oft færðir á milli fangelsa og nokkrir koma til viðtals á skrifstofu Fangelsismálastofnunar, bæði fyrir og eftir afplánun.
² Síðumúlafangelsinu var lokað í maí 1996.

    Í framhaldi af því að félagsráðgjafi sem starfaði hjá Fangelsismálastofnun lét af störfum árið 1993 var ákveðið að færa þau störf, sem félagsráðgjafi sinnti, út í fangelsin að hluta og til þess ætlast að þeim væri sinnt af starfsmönnum fangelsanna. Árið 1995 var gerður samningur við Félagasamtökin Vernd m.a. um að þau sinntu að hluta til félagslegri þjónustu við fanga og þá sem hlotið hafa skilorðsbundna reynslulausn úr fangelsi. Starfsmaður Verndar heimsækir fangelsin reglulega. Í ársbyrjun 1997 hófst samstarf félagsmálastofnunar Reykjavíkur, Fangelsismálastofnunar og félagasamtakanna Verndar um aukna félagslega þjónustu við þá fanga sem ljúka afplánun í áfengis- og vímuefnameðferð eða fara í slíka meðferð strax að lokinni afplánun. Þá sinna einstakar félagsmálastofnanir erindum fanga, svo og starfsmenn Fangelsismálastofnunar, auk starfsmanna fangelsanna eins og áður segir. Tölulegar upplýsingar um veitta félagslega þjónustu við fanga eru ekki til né heldur upplýsingar um hve mörgum, ef nokkrum, hefur verið synjað um þjónustu.
    Haustið 1996 hófst samstarf Fangelsismálastofnunar og Rauða kross Íslands um svonefndar vinaheimsóknir þeirra síðarnefndu í fangelsið að Litla-Hrauni. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins heimsækja fanga á meðan á afplánun stendur með það að markmiði að styðja við bakið á þeim þegar þeir halda á ný út í lífið að lokinni refsivist.
    Fangelsismálastofnun hefur ekki reynt að skilgreina við hvað eigi að miða þegar metin er þörf á þjónustu sálfræðinga eða félagslegri þjónustu við fanga. Eins og áður er fram komið er stefnt að því að auglýsa eftir sálfræðingi til starfa og er ástæðan sú að talin er brýn þörf á að auka slíka þjónustu. Að svo stöddu er ekki fyrirhugað að ráða félagsráðgjafa til starfa hjá Fangelsismálastofnun heldur að þróa frekar og bæta þá þjónustu sem ætlast er til að fangelsin veiti föngum á þessu sviði til viðbótar við þá þjónustu sem félagasamtökin Vernd veita.

    Hvernig er staðið að almennri læknis- og hjúkrunarþjónustu í fangelsum annars vegar og sérhæfðri læknisþjónustu, þar með talinni þjónustu geðlækna, hins vegar? Hversu margir þurftu á þessari þjónustu að halda árin 1995 og 1996, sundurliðað eftir fangelsum og fjölda þeirra skipta sem hver einstaklingur fékk þjónustuna? Var þörfinni fyrir þessa þjónustu fullnægt? Ef ekki, hversu mörgum beiðnum var hafnað eða ekki sinnt?
    Í einstökum fangelsum er almennri læknisþjónustu sinnt með eftirfarandi hætti:
    Á Litla-Hrauni er samningur við lækni sem sinnir almennri læknisþjónustu og hefur hann viðtalstíma í fangelsinu tvisvar í viku.
    Almennri læknisþjónustu í Hegningarhúsinu í Reykjavík og fangelsinu að Kópavogsbraut 17, Kópavogi, er sinnt af heilsugæslustöðinni í Lágmúla samkvæmt sérstökum samningi. Við þessi fangelsi starfa auk þess tveir hjúkrunarfræðingar í 25% starfi hvor. Læknar og hjúkrunarfræðingar koma reglubundið í Hegningarhúsið tvisvar í viku og einu sinni í viku í fangelsið að Kópavogsbraut 17.
    Í fangelsinu á Kvíabryggju og í lögreglustöðinni á Akureyri er læknisþjónustu sinnt samkvæmt beiðni hverju sinni.
    Við komu í fangelsi eru allir fangar skoðaðir af lækni auk þess sem hjúkrunarfræðingar ræða við þá um þörf fyrir læknisþjónustu og gefa kost á á blóðrannsóknum til að athuga hvort þeir eru með sjúkdóma. Þá sinna hjúkrunarfræðingar ýmiss konar fræðslustarfsemi fyrir fanga og fangaverði.
    Það er mat Fangelsismálastofnunar að almennri læknisþjónustu við fanga og sérfræðiþjónustu sé sinnt með fullnægjandi hætti.

    Hvernig er staðið að greiðslum fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem fanga er veitt utan fangelsis? Hver var heildarkostnaður við þessa þjónustu árin 1995 og 1996, sundurliðað eftir fangelsum og greiðendum?
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um útgjöld fangelsanna við svokallaða sérhæfða heilbrigðisþjónustu utan fangelsanna árin 1995 og 1996, auk þess sem ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með notkun þessa hugtaks eða hvað hann á við með greiðendum.