Ferill 191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 191 . mál.


812. Breytingartillögurvið frv. til sóttvarnalaga.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi fjalla um smitsjúkdóma sem valdið geta farsóttum og ógnað almannaheill, svo og aðrar alvarlegar næmar sóttir. Með smitsjúkdómum er átt við sjúkdóma eða smitun sem smitefni, örverur og eiturefni (toxín) þeirra eða sníkjudýr valda.
    Við 3. gr.
         
    
    1. mgr. falli brott.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Ráðherra ákveður með reglugerð, að fengnum tillögum sóttvarnaráðs, hvaða smitsjúkdómar eru skráningarskyldir og hvaða sjúkdómar eru tilkynningarskyldir, sbr. 1. og 2. mgr. 9. gr. Af skráningarskyldum smitsjúkdómum eru þeir sjúkdómar tilkynningarskyldir sem ógnað geta almannaheill.
         
    
    Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Með skráningarskyldu er átt við skyldu til að senda sóttvarnalækni ópersónugreindar upplýsingar, en með tilkynningarskyldu er átt við skyldu til að senda honum persónugreindar upplýsingar um sjúkdómstilvik.
         
    
    Í stað orðanna „þar koma fram“ í lokamálslið 3. mgr. (er verði 4. mgr.) komi: fram koma í smitsjúkdómaskrá og gilda um skrána sömu reglur og um aðrar sjúkraskrár.
         
    
    4. mgr. falli brott.
    Við 7. gr. Í stað orðsins „sóttnæmisútbreiðslu“ í lokamálslið 3. mgr. komi: útbreiðslu smits.
    Við 9. gr. Í stað 2. og 3. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Rannsóknastofur, sem fást við rannsóknir á sýnum frá sjúklingum með smitsjúkdóma sem lög þessi taka til, skulu hafa starfsleyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
    Við 12. gr. 3. mgr. falli brott.
    Við 15. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Telji sóttvarnalæknir nauðsynlegt að einstaklingur sé settur í einangrun skv. 14. gr. eða 1. mgr. þessarar greinar og framkvæmdin er í andstöðu við hinn smitaða skal sóttvarnalæknir svo fljótt sem verða má bera ákvörðunina skriflega undir héraðsdóm í því umdæmi þar sem hinn smitaði dvelst þegar einangrunar er krafist. Í kröfu sóttvarnalæknis skal koma fram ítarleg lýsing á málavöxtum og nauðsyn einangrunar og tiltekinn sá tími sem einangrun er ætlað að vara, auk annarra gagna sem málið kunna að varða. Dómari skal taka málið fyrir án tafar og skipa þeim er sætir einangrun talsmann ef hann óskar þess samkvæmt ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um verjendur og skal gefa honum kost á að bera fram ósk um hver verði skipaður. Dómari getur aflað gagna af sjálfsdáðum. Dómari kveður síðan upp úrskurð um hvort einangrun skuli haldast eða falla niður. Einangrun má ekki vara lengur en 15 sólarhringa í senn, en ef sóttvarnalæknir telur nauðsynlegt að hún vari lengur skal hann að nýju bera kröfu um slíkt undir héraðsdóm. Málsmeðferð fyrir dómi frestar ekki framkvæmd einangrunar.
    Við 16. gr. Síðar málsliður 1. mgr. falli brott.
    Við 17. gr. Lokamálsliður falli brott.
    Við 18. gr. Greinin orðist svo:
                  Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um fyrirkomulag skráninga og tilkynninga skv. 3. gr., starfsemi rannsóknastofa sem fást við rannsóknir á sýnum frá sjúklingum með smitsjúkdóma sem lögin taka til skv. 9. gr., opinberar sóttvarnaráðstafanir skv. 12. gr., starfsemi göngudeilda skv. 16. gr. og hvaða deildir geti veitt þjónustu, sjúklingum að kostnaðarlausu, skv. 17. gr. Þá er ráðherra heimilt að setja reglur ef grípa þarf til sérstakra ráðstafana vegna sóttvarna við náttúruhamfarir og að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.