Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 358 . mál.


843. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur um stöðu jafnréttismála innan Háskóla Íslands.

    Hve margir nemendur og kennarar eru við hverja deild og hver er áætlaður kennslukostnaður á hvern nemanda í Háskólanum, greint eftir deildum? Hver var heildarfjárveiting til hverrar deildar á síðasta háskólaári:
         
    
    til kennslu,
         
    
    til rannsókna og stjórnunar?

Kennslukostnaður.



Fjárveiting

Stúdentar

Fastráðnir

Bein fjárveiting


Deild

1996 þús. kr.

janúar 1997

kennarar

á nemanda þús.kr.



Guðfræðideild     
16.988
139 8 130
Læknadeild     
109.351
361 81 277
Tannlæknadeild     
37.350
52 14 732
Lyfjafræði lyfsala     
20.846
104 7 240
Lagadeild     
28.380
450 11 57
Viðskipta- og hagfræðideild     
57.360
735 21 91
Heimspekideild     
121.070
1.246 62 95
Verkfræðideild     
73.635
279 24 276
Félagsvísindadeild     
88.875
1.161 30 79
Hjúkrunarfræði     
57.548
496 22 129
Sjúkraþjálfun     
16.643
120 6 108
Raunvísindadeild     
182.689
670 73 271
Samtals     
810.733
5.726 359 142

    Fjárveitingarhlutinn í töflunni miðast við fjölda stúdenta í október 1995. Framangreindar tölur miðast við fjárveitingu til deilda þegar búið er að draga frá fjárveitingu til rannsóknahlutarins í launum kennara. Hér er ekki reiknað með hlutdeild í ýmsum sameiginlegum kostnaði, eins og kostnaði vegna yfirstjórnar, sameiginlega útgjalda og rekstri fasteigna.

Bein fjárveiting til deilda 1996, til kennslu og rannsókna.



Kennsla

Rannsóknir

Samtals


Deildir

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.



Guðfræðideild     
16.988
6.363 23.350
Læknadeild     
109.351
39.034 148.384
Tannlæknadeild     
37.350
12.450 49.800
Lyfjafræði lyfsala     
20.846
6.949 27.795
Lagadeild     
28.380
10.420 38.800
Viðskipta- og hagfr.deild     
57.360
20.080 77.440
Heimspekideild     
121.070
47.357 168.426
Verkfræðideild     
73.635
30.545 104.180
Félagsvísindadeild     
88.875
29.625 118.500
Hjúkrunarfræði     
57.548
19.183 76.730
Sjúkraþjálfun     
16.643
5.548 22.190
Raunvísindadeild     
182.689
66.896 249.585
Samtals     
810.733
294.448 1.105.18

    Hér er ekki reiknað með hlutdeild í sameiginlegum rekstri, svo sem yfirstjórn, sameiginlegum útgjöldum og rekstri fasteigna, en aðeins með þeim fjárveitingum sem viðkomandi deild fær úthlutað beint.
    Skipting milli kennslu og rannsókna er ekki alltaf skýr. Við þessa útreikninga var notast við stuðla sem fjármálasviðið hefur reiknað út þegar skipt er milli hreins kennslukostnaðar og kostnaðar vegna rannsókna. Þessir stuðlar eru einnig notaðir við gerð verkefnavísa fyrir Háskóla Íslands.

Heildarfjárveiting Háskóla Íslands skipt á deildir, til kennslu og rannsókna.



Kennsla

Rannsóknir

Samtals


Deild

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.



Guðfræðideild     
20.827
15.078 35.905
Læknadeild     
140.914
96.061 236.975
Tannlæknadeild     
49.413
31.239 80.652
Lyfjafræði lyfsala     
26.685
17.435 44.120
Lagadeild     
30.544
24.929 55.473
Viðskipta- og hagfræðideild     
67.471
49.168 116.639
Heimspekideild     
143.200
109.959 253.159
Verkfræðideild     
94.874
69.043 163.917
Félagsvísindadeild     
102.304
74.334 176.638
Hjúkrunarfræði     
70.535
48.132 118.667
Sjúkraþjálfun     
20.012
13.920 33.931
Raunvísindadeild     
235.221
160.254 395.475
Sérstofnanir og verkefni     
26.500
13.250 39.750
Samtals     
1.028.499
722.801 1.751.300

    Hér er reiknað með hlutdeild í sameiginlegum rekstri, svo sem yfirstjórn, sameiginlegum útgjöldum og rekstri fasteigna, þ.e. heildarfjárveitingu til HÍ er skipt á deildir og rannsóknastofnanir.

    Hvert er hlutfall kvenna og karla meðal prófessora, dósenta, lektora, stundakennara og stúdenta í Háskóla Íslands:
         
    
    í skólanum í heild,
         
    
    greint eftir deildum?


Deild

Prófessorar

Dósentar

Lektorar

Stundakennarar

Stúdentar

    

fjöldi

%

fjöldi

%

fjöldi

%

fjöldi

%

fjöldi

%



Skólinn í heild
    Konur      11 7 28 20 34 47 466 42 3299 57
    Karlar      139 93 110 80 38 53 649 58 2525 43
Guðfræðideild
    Konur      0 0 0 0 0 0 2 17 87 63
    Karlar      7 100 1 100 0 0 10 83 52 37
Læknadeild
    Konur      1 4 4 8 1 10 58 28 156 43
    Karlar      22 96 44 92 9 90 150 72 205 57
Lyfjafræði lyfsala
    Konur      1 33 1 33 0 0 7 29 32 31
    Karlar      2 67 2 67 0 0 17 71 72 69
Námsbr.í hjúkrunarfræði
    Konur      0 0 7 87 13 100 139 79 488 98     
    Karlar      1 100 1 13 0 0 36 21 8 2
Námsbraut í sjúkraþjálfun
    Konur      0 0 1 100 4 80 55 63 76 63     
    Karlar      0 0 0 0 0 0 32 37 44 37
Lagadeild
    Konur      0 0 1 100 0 0 17 30 196 44
    Karlar      10 100 0 0 0 0 39 70 254 56
Viðskipta- og hagfræðideild
    Konur      0 0 0 0 0 0 13 19 281 38     
    Karlar      8 100 6 100 7 100 54 81 454 62
Heimspekideild
    Konur      2 8 6 29 9 60 28 49 800 64          
    Karlar      24 92 15 71 6 40 30 51 444 36
Tannlæknadeild
    Konur      0 0 0 0 1 17 2 13 17 33
    Karlar      4 100 4 100 5 83 3 87 35 67
Verkfræðideild
    Konur      1 6 0 0 0 0 5 6 44 16
    Karlar      16 94 5 100 2 100 79 94 235 84
Raunvísindadeild
    Konur      3 8 5 17 2 33 55 32 257 38     
    Karlar      34 92 25 83 4 66 117 68 413 62
Félagsvísindadeild
    Konur      3 21 3 30 2 33 73 63 819 71
    Karlar      11 79 7 70 4 67 42 37 342 29

    Tölur í töflunni eru teknar úr skrám í mars 1997.
    Hvert er kynjahlutfall:
         
    
    í háskólaráði,
         
    
    þeirra sem kjörgengir eru við komandi rektorskjör,
         
    
    þeirra sem kosningarrétt hafa við komandi rektorskjör,
         
    
    deildarforseta,
         
    
    í deildarráðum, skipt eftir deildum,
         
    
    æðstu stjórnsýslu Háskólans?

    a. Í háskólaráði sitja níu deildarforsetar, allir karlar (100%). Fulltrúar Félags hákólakennara eru tvær konur (100%). Fulltrúar stúdenta eru tvær konur (50%) og tveir karlar (50%). Formaður háskólaráðs er karl.
    b. Kjörgengir eru 140 prófessorar, 10 konur, eða 7%, og 130 karlar, eða 93%.
    c. Atkvæðisrétt eiga prófessorar, dósentar og lektorar og allir þeir sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs við Háskólann og stofnanir hans og hafa háskólapróf, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga um Háskóla Íslands.
—    Starfsmenn eru 533, 156 konur, eða 29%, og 377 karlar, eða 71%.
—    Stúdentar eru 5622, 3205 konur, eða 57%, og 2417 karlar, eða 43%.
    Þessar tölur eru samkvæmt framlagðri kjörskrá 14. mars 1997 og kunna hlutföllin að breytast eitthvað fyrir 16. apríl þegar rektorskjör fer fram.
    d. Deildarforsetar eru níu og eru allir karlar.
    e. Í deildarráðum er skiptingin eftirfarandi:
—    Guðfræðideild: Ekkert deildarráð.
—    Læknadeild: Konur eru sex, karlar níu, eða 40% á móti 60%.
—    Lyfjafræði lyfsala (stjórnarnefnd): Ein kona, tveir karlar, eða 33% á móti 67%.
—    Námsbraut í hjúkrunarfræði (námsbrautarráð): Konur eru fimm, einn karl, eða 83% á móti 17%.
—    Námsbraut í sjúkraþjálfun (stjórn): Konur eru sex, karlar fjórir, eða 60% á móti 40%.
—    Lagadeild: Ekkert deildarráð.
—    Viðskipta- og hagfræðideild: Ekkert deildarráð.
—    Heimspekideild: Konur eru fjórar, karlar sex, eða 40% á móti 60%.
—    Tannlæknadeild: Ein kona, karlar sex, eða 17% á móti 83%.
—    Verkfræðideild: Ein kona, karlar sjö, eða 13% á móti 87%.
—    Raunvísindadeild: Konur eru þrjár, karlar níu, eða 25% á móti 75%.
—    Félagsvísindadeild: Konur eru þrjár, karlar sex, eða 33% á móti 67%.
    f. Framkvæmdastjórar stjórnsýslusviða Háskólans eru fimm en sjötta starfinu er einnig gegnt. Konur eru þrjár, karlar þrír, þ.e. 50% á móti 50%.
    Eins og áður kemur fram eru deildarforsetarnir níu, allir karlar, en formenn námsbrautarstjórna eru þrír. Konur eru tvær en karlar tíu, þ.e. 17% á móti 83%.
    Skrifstofustjórar deilda og námsbrauta eru ellefu. Konur eru níu en karlar tveir, þ.e. 82% á móti 18%.

    Hverjar eru fastanefndar háskólaráðs, hverjir sitja í hverri nefnd og hver er formaður? Hvert er hlutfall kvenna og karla meðal nefndarmanna og formanna nefnda?
Alþjóðasamskiptanefnd.
Guðmundur Hálfdanarson, dósent, formaður     Konur     3 = 33%
Dalla Ólafsdóttir, stúdent     Karlar     6 = 67%
Helga Jónsdóttir, lektor
Hrafn Tulinius, prófessor
Jakob Yngvason, prófessor (í launalausu leyfi)
Mikael M. Karlsson, prófessor
Runólfur Smári Steinþórsson, dósent
Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, skrifstofustjóri
Þorsteinn Helgason, prófessor

Áfrýjunar- og sáttanefnd.     Konur     0
Vilhjálmur Árnason dósent, formaður.     Karlar     1 = 100%
(Formaður, eini fasti fulltrúi nefndarinnar,
kallar til starfa tvo fulltrúa við afgreiðslu einstakra mála.)

Bygginganefnd.     Konur     0
Brynjólfur Sigurðsson, prófessor, formaður     Karlar     6 = 100%
Höskuldur Þráinsson, prófessor
Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættis HÍ
Sigurður Ragnarsson, stúdent
Stefán Ólafsson, prófessor
Örn Helgason, prófessor

Fjármálanefnd.     Konur     0
Örn Helgason, prófessor, formaður     Karlar     5 = 100%
Gunnlaugur H. Jónsson, háskólaritari     
Einar Ragnarsson, dósent
Ingjaldur Hannibalsson, dósent
Kristján Búason, dósent

Kennaramenntunarnefnd.     Konur     0
Jón Torfi Jónasson, prófessor, formaður     Karlar     4 = 100%
Gunnar Karlsson, prófessor
Sven Þ. Sigurðsson, dósent
Fulltrúi stúdenta, Guðmundur Birgisson, hefur lokið námi
og enginn verið tilnefndur í hans stað.

Kennslumálanefnd.     Konur     1 = 14%
Páll Skúlason, prófessor, formaður     Karlar     6 = 86%
Friðrik H. Jónsson, dósent
Guðmundur G. Haraldsson, dósent
Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ
Hjalti Hugason, prófessor
Magnús Hjaltalín Jónsson, stúdent
Eiríkur Tómasson, prófessor

Kynningarnefnd.     Konur     5 = 83%
Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor, formaður     Karlar     1 = 17%
Ásta Kr. Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráðgjafar
Guðrún B. Guðsteinsdóttir lektor
Hekla Gunnarsdóttir, fulltrúi stúdenta
Sigrún Stefánsdóttir, dósent
Jón Ólafur Skarphéðinsson, prófessor

Lögskýringanefnd.     Konur     0
Guðmundur Jónsson, fyrrv. hæstaréttardómari, formaður     Karlar     3 = 100%
Stefán Sörensson, fyrrverandi háskólaritari
Þorsteinn Helgason, prófessor

Samráðsnefnd um kjaramál.     Konur     1 = 33%
Jón Torfi Jónasson, prófessor, formaður     Karlar     2 = 67%
Edda Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs
Gunnlaugur H. Jónsson, háskólaritari
(Formaður er alltaf varaforseti háskólaráðs sem er kosinn til eins árs í senn.)

Stjórnsýslunefnd.     Konur     1 = 17%
Þórir Einarsson, prófessor í launalausu leyfi, formaður     Karlar     5 = 83%
Ásmundur Brekkan, prófessor emeritus
Edda Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs
Valdimar K. Jónsson, prófessor
Þórólfur Þórlindsson, prófessor
Fulltrúi stúdenta, Bjarni Ármannsson, hefur lokið námi,
annar hefur ekki komið í hans stað

Vísindanefnd.          Konur     2 = 29%
Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor, formaður     Karlar     5 = 71%
Guðmundur Þorgeirsson, dósent
Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans
Hafliði P. Gíslason, prófessor
Jón Atli Benediktsson, dósent
Torfi Tulinius, dósent
Fulltrúi stúdenta

    Hefur Háskólinn sett sér jafnréttisáætlun? Ef svo er, hver eru markmið hennar og hvernig gengur að ná þeim? Stendur til að koma á fastanefnd um jafnréttismál? Hvað er helst á döfinni varðandi jafnréttismál innan skólans?
    Háskólinn hefur ekki sett sér jafnréttisáætlun. Með bréfi 12. september sl. fól háskólaráð millifundanefnd um jafnréttismál að gera sérstakar tillögur um hvernig uppfyllt verði afmörkuð ákvæði í þingsályktun frá 1993 um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Áhersla skyldi lögð á þessi atriði:
         
    
    að jafna aðstöðu og laun karla og kvenna innan Háskólans þar sem óréttmætur munur er fyrir hendi,
         
    
    að jafna aðild kynjanna að stjórn Háskólans,
         
    
    að móta leiðir til að taka á kynferðislegri áreitni,
         
    
    að tryggja jafna aðstöðu kvenna og karla til náms.
    Nefndin er að leggja lokahönd á áætlun sína og mun hún verða kynnt í háskólaráði innan tíðar. Millifundanefndin leggur til að jafnréttisnefnd verði komið á sem einni af fastanefndum háskólaráðs og byggir starf sitt á að slík nefnd verði starfandi. Að ofangreindu má sjá að störf millifundanefndar eru efst á baugi varðandi jafnréttismál innan Háskólans.

    Hvaða farvegur hefur verið fyrir kvartanir um kynferðislega áreitni innan Háskólans á undanförnum árum? Hvað hafa mörg slík mál komið formlega upp á yfirborðið í Háskólanum sl. þrjú ár? Stendur til að taka upp sérstakar starfsreglur um mál er snerta kynferðislega áreitni innan Háskólans eins og tíðkast í háskólum nágrannalandanna?
    Millifundanefnd háskólaráðs um jafnréttismál var m.a. falið að móta leiðir til að taka á kynferðislegri áreitni. Fastmótaður farvegur fyrir mál af þessu tagi hefur ekki verið fyrir hendi og hafa þau ýmist verið leyst innan deilda eða í samráði við framkvæmdastjóra starfsmannasviðs. Þau mál sem hafa komið til framkvæmdastjóra starfsmannasviðs á undanförnum þremur árum hafa verið fá og í fæstum tilfellum hafa þolendur fallist á að leggja þau fram á þann hátt að þau væru skráð. Þau hafa því verið leyst í samvinnu við þolandann, hinn meinta geranda og forsvarsmann deildar/skorar. Millifundanefnd um jafnréttismál leggur til að yfirvöld Háskólans beiti sér fyrir fræðslu, þar sem fjallað er um kynferðislega áreitni, hvernig taka skuli á henni í skólanum og hvert leita skuli með kvartanir. Jafnframt er lagt til að sérstökum ráðgjöfum verði falið að taka við kvörtunum um kynferðislega áreitni og gefa ráð varðandi slík mál. Ráðgjafarnir fái sérstaka þjálfun í meðhöndlun mála af þessu tagi en þeim málum sem ráðgjafarnir ná ekki að leysa, verði vísað til áfrýjunar- og sáttanefndar HÍ, sem reyni að sætta aðila í þessum málum.