Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 337 . mál.


850. Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur um skipan nefnda og stöðuveitingar á vegum ráðuneyta.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða nefndir hafa ráðherrar skipað á þessu kjörtímabili? Hver eru markmið þeirra, hverjir sitja í þeim, hver er formaður og hvenær er ráðgert að hver nefnd skili áliti?
    Hvert er hlutfall kynja:
         
    
    nefndarmanna í hverri nefnd,
         
    
    formanna nefndanna,
         
    
    nefndarmanna í heild?
    Í hvaða stöður hafa ráðherrar skipað eða ráðið á þessu kjörtímabili?
    Hvert er hlutfall kynja:
         
    
    umsækjenda um hverja stöðu,
         
    
    þeirra sem skipaðir voru í stöðurnar?
    Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum.


    Forsætisráðuneytið óskaði eftir því við ráðuneytin, með bréfi dags. 4. mars sl., að þau létu því í té svör við framangreindum spurningum. Ekki var farið fram á það við ráðuneytin að þau teldu upp nöfn allra þeirra sem skipaðir hafa verið í nefndir á yfirstandandi kjörtímabili, bæði þar sem um mikinn fjölda er að ræða (tæplega tvö þúsund nöfn sbr. það sem fram kemur hér að aftan) og einnig þar eð forsætisráðuneytið svaraði fyrirspurn frá Kristni H. Gunnarssyni í maímánuði 1996 þar sem tilgreint var hverjir höfðu verið skipaðir til setu í nefndum á vegum ráðuneytanna það sem af var kjörtímabilinu (sjá svar forsætisráðherra á 120. löggjafarþingi við fyrirspurn á þingskjali 968 um nefndir á vegum ráðuneyta).
    Í I. hluta er vikið að 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar. Kemur þar fram heiti nefnda, og má af því ráða hvert verkefni þeirra er, fjöldi nefndarmanna, fjöldi kvenna þar af og upplýsingar um hvort karl eða kona gegni formennsku í viðkomandi nefnd. Eingöngu er um svokallaðar verkefnanefndir að ræða en ekki stjórnir og ráð sem skipað er í samkvæmt lögum eða reglugerðum. Helstu niðurstöður eru birtar sundurliðaðar eftir ráðuneytum í sérstakri yfirlitstöflu. Þar kemur fram að af alls 1.902 einstaklingum sem skipaðir hafa verið í nefndir á yfirstandandi kjörtímabili eru 434 konur en það svarar til 23%. Nefndirnar sem skipaðar hafa verið eru 329 og eru konur formenn í 66 nefndum eða í um fimmtungi allra nefnda.
    Í II. hluta er gerð grein fyrir svörum ráðuneyta við tölul. 3 og 4 er lúta að skipunum og ráðningum í störf. Þótt orðalag fyrirspurnarinnar hafi e.t.v. ekki gefið tilefni til þess fór forsætisráðuneytið þess á leit við önnur ráðuneyti að gerð yrði grein fyrir öllum ráðningum og skipunum í störf hjá aðalskrifstofum ráðuneyta sem og þeim skipunum og ráðningum í störf hjá undirstofnunum sem krefðust atbeina ráðherra, þar með talið vegna forsetaskipana.

I. HLUTI


Skipan í nefndir á vegum ráðuneytanna 1995–97; skipting kynja.





(Repró 10 síður.)













II. HLUTI


Ráðningar og skipanir.





(Repró 8 síður.)