Ferill 509. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 509 . mál.


856. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um álagningarstofn skatta hjá nokkrum stéttum o.fl.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hver var heildarálagningarstofn til útsvars, eignar- og tekjuskatts sundurliðað eftir stéttum hjá verkfræðingum, tannlæknum, arkitektum, lögfræðingum og lyfjafræðingum við álagningu skatta árin 1994–96? Hvað eru margir í hverri stétt samkvæmt skattframtölum hvert þessara ára?
    Hverjar voru framtaldar heildareignir og -tekjur framangreindra stétta, sundurliðað eftir stéttum og fjölda í hverri stétt, tekjuárin 1993, 1994 og 1995? Hvernig skiptust heildartekjur milli:
         
    
    rekstrarkostnaðar,
         
    
    framtalinna launa?
    Hver var hlutur sjálfstæðra atvinnurekenda í álögðum tekjuskatti einstaklinga álagningarárin 1994–96 og hver er fjöldi þeirra samkvæmt skattframtölum þessi ár?


Skriflegt svar óskast.