Ferill 414. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 414 . mál.


862. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 16 13. apríl 1973, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorstein Geirsson ráðuneytisstjóra og Sigurð Ágúst Sigurðsson, framkvæmdastjóra happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna.
    Frumvarpið felur í sér að leyfi til reksturs happdrættisins er framlengt um 10 ár, eða til ársloka 2007, en núgildandi leyfi gildir til ársloka 1997.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Árni R. Árnason, Ögmundur Jónasson og Guðný Guðbjörnsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 2. apríl 1997.Sólveig Pétursdóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir.


form., frsm.Hjálmar Jónsson.

Jón Kristjánsson.

Kristján Pálsson.