Ferill 472. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 472 . mál.


944. Svarviðskiptaráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndal um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.

    Ráðuneytið óskaði eftir því við Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands að það tæki saman svör við þeim spurningum sem varpað er fram í fyrirspurninni og byggist svar ráðuneytisins alfarið á upplýsingum er stjórn félagsins hefur látið í té. Af hálfu ráðuneytisins er talið rétt að fram komi að Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands er ekki stofnun í eigu ríkisins þótt um það gildi sérlög, nr. 68/1994. Þá fer viðskiptaráðherra ekki með yfirstjórn félagsins, sbr. 9. gr. laganna.

    Hver á sameignarsjóð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands? — Svar um eignarhluti (%) óskast sundurgreint eftir sveitarfélögum.
    Í 5. gr. laga nr. 68/1994, um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, er kveðið á um það hverjir eru sameigendur félagsins, en þar á meðal er Sameignarsjóður eignarhaldsfélagsins. Eignarréttindi einstaklinga falla til sameignarsjóðsins við andlát og sameignarréttindi lögaðila falla til sjóðsins þegar þeir eru ekki lengur skráðir sem lögaðilar. Eignarréttindi sameigenda eru óvirk nema til slita á félaginu komi, sbr. 6. gr. laganna.
    Komi til slita á eignarhaldsfélaginu, sbr. 16. gr. laganna, og annað félag tekur ekki við hlutverki þess, skal hrein eign sameignarsjóðsins renna til þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að fulltrúaráði félagsins í hlutfalli við brunatryggingaiðgjöld fasteigna samkvæmt samningum sveitarfélaganna á vátryggingarárinu 15. október 1992 til 14. október 1993. Í fylgiskjali I er skrá um hlutfallslega skiptingu iðgjaldanna á sveitarfélög.

    Hvað hefur sameignarsjóður Eignarhaldsfélagsins BÍ vaxið mikið á hverju ári frá stofnun vegna
         
    
    ávöxtunar,
         
    
    andláts einstaklinga og slits lögaðila?

    Sameignarsjóðurinn er tiltekið hlutfall af eigin fé eignarhaldsfélagsins á hverjum tíma og er ávöxtunin því hlutfall af árlegri rekstrarafkomu félagsins. Hlutdeild sjóðsins í eigin fé félagsins breytist hins vegar við andlát sameigenda eða vegna þess að lögaðilar falla af fyrirtækjaskrá. Þannig var sameignarsjóðurinn 7,24% í árslok 1994, 9,15% í árslok 1995 og 11,22% í árslok 1996.
    Í fylgiskjali II er frekari greining á breytingu á sameignarsjóðnum á árunum 1994 og 1995, en endanlegt uppgjör fyrir árið 1996 liggur enn ekki fyrir.
    Hækkun á hlutfalli sjóðsins í eigin fé á hverju ári svarar til þeirra sameignarréttinda einstaklinga og lögaðila sem fallið hafa til sjóðsins samkvæmt 15. gr. laga um eignarhaldsfélagið.

    Hvert er eigið fé sameignarsjóðs Eignarhaldsfélagsins BÍ um hver áramót frá stofnun?
    Eins og áður segir er sameignarsjóðurinn tiltekið hlutfall af eigin fé eignarhaldsfélagsins á hverjum tíma. Bókfært eigið fé eignarhaldsfélagsins nam 392,9 millj. kr. í árslok 1994 og 514,1 millj. kr. í árslok 1995, en ársreikningur félagsins fyrir árið 1996 liggur ekki fyrir. Þess skal getið að hlutir félagsins í Vátryggingafélagi Íslands hf. og Líftryggingafélagi Íslands hf. voru bókfærðir á 648,8 millj. kr. í árslok 1995.

    Hvert er eigið fé Eignarhaldsfélagsins BÍ um síðustu áramót?
    Sjá svar við 3. lið.

    Hverjir eru eigendur Eignarhaldsfélagsins BÍ? — Svar um fjölda og eignarhluta (%) óskast sundurgreint eftir sveitarfélögum.
    Sameigendur félagsins eru einstaklingar og lögaðilar auk sveitarfélaga sem voru í viðskiptum hjá Brunabótafélagi Íslands. Fjöldi og sameignarhlutföll skiptast þannig:

Fjöldi

%Sameigendur í kaupstöðum     
50.543
76 ,5952
Sameigendur í hreppsfélögum     
8.776
12 ,1852
Sameigendur alls     
59.319
88 ,7804
Hlutur sameignarsjóðsins     
11 ,2196
Samtals     
59.319
100

    Eignarréttindi sameigenda félagsins eru óvirk nema til slita félagsins komi og telur stjórn félagsins ekki efni til að birta frekari greiningu á hinum óvirku eignarréttindum.

    Hafa eigendur fengið greiddan arð? Hvernig og hvenær geta þeir nálgast eign sína?
    Sameigendur hafa ekki fengið greiddan arð úr félaginu en þeir fá greiddan eignarhlut sinn komi til slita á félaginu eins og fram hefur komið.

Fylgiskjal I.


Sameignarsjóður Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.


    Hlutdeild sveitarfélaga er samkvæmt reglum fyrir Sameignarsjóðinn sem fulltrúaráð EBÍ setti í samræmi við ákvæði laga nr. 68/1994. Samkvæmt nefndum reglum er hlutdeildin miðuð við brunatryggingariðgjöld fasteigna í viðkomandi sveitarfélagi við endurnýjun 15. október 1992 til 14. október 1993.

    6000 Akureyri 10,837%
    1000 Kópavogur 8,696%
    2200 Reykjanesbær 7,101%
    4000 Ísafjörður 4,820%
    8000 Vestmannaeyjar 4,013%
    3000 Akranes 3,465%
    1300 Garðabær 3,384%
    8100 Selfoss 2,576%
    2300 Grindavík 2,305%
    3714 Snæfellsbær 2,245%
    5100 Sauðárkrókur 2,227%
    1604 Mosfellsbær 2,165%
    2503 Miðneshreppur 2,093%
    7100 Neskaupstaður 1,821%
    6100 Húsavík 1,696%
    7000 Seyðisfjörður 1,653%
    5000 Siglufjörður 1,604%
    8717 Ölfushreppur 1,585%
    7707 Hornafjörður 1,566%
    1100 Seltjarnarnes 1,556%
    4607 Vesturbyggð 1,451%
    3609 Borgarbyggð 1,354%
    3711 Stykkishólmur 1,299%
    7603 Egilsstaðir 1,224%
    8716 Hveragerði 1,187%
    4100 Bolungarvík 1,108%
    7200 Eskifjörður 1,099%
    6300 Dalvík 1,093%
    5604 Blönduós 0,951%
    6200 Ólafsfjörður 0,863%
    3709 Eyrarsveit 0,838%
    7609 Reyðarfjarðarhreppur 0,781%
    7611 Búðahreppur (Fáskrúðsfjörður) 0,766%
    8607 Rangárvallarhreppur 0,744%
    5609 Höfðahreppur 0,730%
    3811 Dalabyggð 0,716%
    2504 Gerðahreppur 0,675%
    8508 Mýrdalshreppur 0,669%
    6705 Raufarhafnarhreppur 0,639%
    8710 Hrunamannahreppur 0,621%
    3502 Skilmannahreppur 0,597%
    5504 Hvammstangahreppur 0,549%
    1605 Kjalarneshreppur 0,519%
    8509 Skaftárhreppur 0,513%
    4803 Súðavíkurhreppur 0,469%
    8703 Eyjarbakkahreppur 0,460%
    2506 Vatnsleysustrandarhreppur 0,436%
    8709 Gnúpverjahreppur 0,424%
    3501 Hvalfjarðarstrandarhreppur 0,408%
    4904 Hólmavíkurhreppur 0,394%
    8702 Stokkseyrarhreppur 0,379%
    4604 Tálknafjarðarhreppur 0,372%
    6505 Árskógshreppur 0,367%
    6601 Svalbarðsstrandarhreppur 0,361%
    7613 Breiðdalshreppur 0,358%
    5710 Hofshreppur 0,350%
    6504 Hríseyjarhreppur 0,343%
    6602 Grýtubakkahreppur 0,342%
    7612 Stöðvarhreppur 0,336%
    4502 Reykhólahreppur 0,322%
    7506 Fellahreppur 0,303%
    5704 Seyluhreppur 0,252%
    8612 Holta- og Landssveit 0,250%
    1603 Bessastaðahreppur 0,236%
    5715 Fljótahreppur 0,227%
    6502 Svarfaðardalshreppur 0,224%
    5705 Lýtingsstaðahreppur 0,201%
    1606 Kjósarhreppur 0,194%
    7602 Vallahreppur 0,194%
    7509 Borgarfjarðarhreppur 0,177%
    3713 Eyjar- og Miklaholtshreppur 0,168%
    4908 Bæjarhreppur 0,168%
    7501 Skeggjastaðarhreppur 0,160%
    5501 Staðarhreppur 0,149%
    6506 Arnarneshreppur 0,143%
    6501 Grímseyjarhreppur 0,142%
    3504 Leirár- og Melahreppur 0,141%
    7503 Hlíðarhreppur 0,133%
    3509 Hálsahreppur 0,125%
    8604 Vestur-Landeyjahreppur 0,116%
    4901 Árneshreppur 0,109%
    7604 Eiðahreppur 0,108%
    8601 Austur-Eyjafjallahreppur 0,106%
    3809 Saurbæjarhreppur 0,103%
    5603 Torfalækjarhreppur 0,097%
    5606 Bólstaðarhlíðarhreppur 0,070%
    7508 Hjaltastaðahreppur 0,069%
    7601 Skriðdalshreppur 0,068%
    3503 Innri-Akraneshreppur 0,068%
    5702 Skarðshreppur 0,065%
    4909 Broddaneshreppur 0,064%
    7504 Jökuldalshreppur 0,060%
    3601 Hvítársíðuhreppur 0,059%
    7507 Tunguhreppur 0,058%
    5607 Engihlíðarhreppur 0,058%
    3710 Helgafellssveit 0,057%
    5506 Þveráhreppur 0,056%
    5601 Áshreppur 0,055%
    3602 Þverárhlíðarhreppur 0,053%
    5608 Vindhælishreppur 0,049%
    7701 Bæjarhreppur 0,042%
    7505 Fljótsdalshreppur 0,041%
    6611 Tjörneshreppur 0,040%
    7610 Fáskrúðsfjarðarhreppur 0,039%
    5502 Fremri-Torfustaðahreppur 0,038%
    3712 Skógarstrandarhreppur 0,035%
    5701 Skefilsstaðahreppur 0,034%
    5610 Skagahreppur 0,033%
    4905 Kirkjubólshreppur 0,029%
    7605 Mjóafjarðarhreppur 0,026%
         Samtals
100,00%Fylgiskjal II.


Breyting á eigin fé Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands


og Sameignarsjóðs félagsins.Eigið fé samtals

Sameignarsjóður

Sameignarsjóður


þar af

%1994
Eigið fé í ársbyrjun 1994     
366.379.237
23.283.393 6 ,3549979
Endurmatsfærslur 1994     
13.786.026
876.102 6 ,3549979
Hagnaður ársins 1994     
18.263.097
1.160.619 6 ,3549979
Tilfærsla í sameignarsjóð á árinu     
3.522.555 0 ,8841125
Eigið fé í árslok 1994     
398.428.360
28.842.669 7 ,2391104
1995
Endurmatsfærslur     
7.938.162
574.652 7 ,2391104
Hagnaður ársins 1995     
107.767.017
7.801.373 7 ,2391104
Tilfærsla í sameignarsjóð á árinu     
9.810.133 1 ,9080904
Eigið fé í árslok 1995     
514.133.539
47.028.827 9 ,1472008