Ferill 578. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 578 . mál.


951. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um starfsemi hjúkrunarheimila og öldrunarstofnana árin 1995–97.

Frá Sturlu Böðvarssyni og Árna M. Mathiesen.



    Hversu mörg rúm eru á hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum sem starfrækt eru og njóta framlaga úr ríkissjóði, skipt eftir árum og stofnunum innan kjördæma?
    Hversu mörg rúm voru ekki nýtt að meðaltali hvert ár á umræddum stofnunum?
    Hver er kostnaður á hvern legudag að teknu tilliti til nýtingar fyrir hverja stofnun?
    Hver er talin þörfin fyrir hjúkrunarrúm og dvalarheimili í hverju kjördæmi fyrir sig miðað við íbúafjölda í lok ársins 1996?
    Hvar eru í byggingu hjúkrunarheimili, langlegudeildir og dvalarheimili? Hversu mörg rúm verða þar?
    Áætlun óskast fyrir árið 1997 þar sem ekki liggja fyrir rauntölur.


Skriflegt svar óskast.