Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 382 . mál.


963. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar um kaup á hverasvæði Geysis í Haukadal.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hyggst ráðherra nota heimild fjárlaga til kaupa á hverasvæði Geysis í Haukadal?

    Málefni Geysis í Haukadal hafa verið til umfjöllunar um árabil. Á vegum umhverfisráðuneytisins hefur starfað sérstök Geysisnefnd sem hefur lagt á ráðin um framtíð staðarins, uppbyggingu hans og möguleika.
    Ráðherra er ekki kunnugt um að straumhvörf hafi orðið í þessu efni sem leiða til þess að reyni á notkun heimildar 6. gr. fjárlaga til kaupa á svæðinu. Því telur ráðherra ekki hægt að svara því af eða á hvort heimildin verður notuð, efnisleg rök eru ekki fyrir því eins og mál standa.

























Prentað upp.