Ferill 509. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 509 . mál.


1008. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um álagningarstofn skatta hjá nokkrum stéttum o.fl.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var heildarálagningarstofn til útsvars, eignar- og tekjuskatts sundurliðað eftir stéttum hjá verkfræðingum, tannlæknum, arkitektum, lögfræðingum og lyfjafræðingum við álagningu skatta árin 1994–96? Hvað eru margir í hverri stétt samkvæmt skattframtölum hvert þessara ára?
    Hverjar voru framtaldar heildareignir og -tekjur framangreindra stétta, sundurliðað eftir stéttum og fjölda í hverri stétt, tekjuárin 1993, 1994 og 1995? Hvernig skiptust heildartekjur milli:
         
    
    rekstrarkostnaðar,
         
    
    framtalinna launa?
    Hver var hlutur sjálfstæðra atvinnurekenda í álögðum tekjuskatti einstaklinga álagningarárin 1994–96 og hver er fjöldi þeirra samkvæmt skattframtölum þessi ár?


    Svar við þessari fyrirspurn er ekki unnt að veita innan tilgreindra tímamarka og ekki nema að undangenginni tímafrekri og kostnaðarsamri gagnavinnslu.
    Í þeim gögnum sem skattyfirvöld hafa undir höndum, þ.e. skattframtölum, er ekki að finna upplýsingar um starfsstéttir framteljenda. Til þess að greina upplýsingar um tekjur og eignir eftir stéttum þarf að leita fanga í öðrum skrám, sem tiltækar kunna að vera, þar sem starfsstétt einstaklinga er tilgreind og keyra þær upplýsingar saman við framtalsskrána. Ekki er vitað hvort til staðar eru skrár sem henta til slíkrar vinnslu um þær stéttir sem tilgreindar eru. Séu þær til má gera ráð fyrir að heimild töluvnefndar þurfi til þeirrar vinnslu sem beðið er um.
    Vinna af þessum toga mundi taka langan tíma og hafa í för með sér umtalsverðan kostnað. Í ljósi framangreindra upplýsinga verður að telja að ekki sé gerlegt að láta í té þær upplýsingar sem óskað er eftir í fyrirspurninni innan tímamarkanna eða með forsvaranlegum hætti með tilliti til þess tíma og kostnaðar sem færi í öflun upplýsinganna.