Ferill 275. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 275 . mál.


1298. Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um óendurkræfa styrki á vegum ráðuneyta.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða óendurkræfir styrkir eru veittir á vegum ráðuneyta Stjórnarráðsins hvers um sig til einstaklinga, fyrirtækja eða samtaka?
    Eru einhverjar reglur um úthlutun styrkjanna, eftirfylgni af hálfu ráðuneytanna og mat á árangri af styrkveitingunum?
    Hversu háar fjárhæðir veitir hvert ráðuneyti árlega í styrki sem þessa?

    Með bréfi 10. febrúar 1997 óskaði forsætisráðuneytið eftir svörum ráðuneyta við þeim spurningum sem fram koma í fyrirspurninni. Jafnframt fór ráðuneytið þess á leit að ráðuneyti tilgreindu í svari sínu við 1. tölul. spurningarinnar eingöngu fasta styrki sem veittir eru en ekki tilfallandi styrki sem ráðuneyti veita af ýmsum liðum sem eru beinlínis ætlaðir til slíkra styrkveitinga. Meðal slíkra styrkja má nefna ýmsa safnliði, styrktarsjóði sem heyra undir ráðuneyti, ráðstöfunarfé ráðherra og aðra fjárlagaliði. Fjöldi tilfallandi styrkja af þessari gerð er mikill og taldi ráðuneytið að samkvæmt orðanna hljóðan væri ekki verið að beiðast upplýsinga um sérhverja styrkveitingu eða sérhvern styrkþega. Varðandi svör við 3. tölul. fyrirspurnarinnar óskaði forsætisráðuneytið eftir því að veittar yrðu upplýsingar fyrir sl. þrjú ár, en ekki var tiltekið sérstakt tímabil í fyrirspurninni.
    Þau svör sem forsætisráðuneytinu bárust frá ráðuneytunum og fylgja hér á eftir eru með nokkuð misjöfnu móti, auk þess sem þau eru misjafnlega ítarleg. Af svörunum má glögglega ráða að ráðuneytin hafa mismiklar styrkveitingar með höndum og að eðli styrkjanna er ekki síður fjölbreytilegt. Af svörunum má einnig ráða að nokkrum örðugleikum er háð að gera greinarmun á styrkjum, framlögum og tilfærslum sem ráðuneytin fara með.

Forsætisráðuneyti.
    1. Forsætisráðuneytið veitir árlega ýmsa styrki til félagasamtaka, einstaklinga, fyrirtækja og opinberra stofnana. Styrkina má greina í tvennt. Annars vegar er um að ræða styrki sem veittir eru af ráðstöfunarfé ráðherra og sérstökum ríkisstjórnarlið, sem vistaður er á fjárlögum hjá fjármálaráðuneyti, og hins vegar styrkir sem veittir eru fyrir tilstuðlan styrktarsjóða sem starfandi eru á vegum ráðuneytisins. Þeir sjóðir fá ýmist fé á fjárlögum eða frá öðrum aðilum.
    Styrktarsjóðir sem heyra undir ráðuneytið eru Gjöf Jóns Sigurðssonar, Þjóðhátíðarsjóður, Þjóðhátíðarargjöf Norðmanna og Grænlandssjóður. Að auki má telja ýmis reglubundin framlög og má þar nefna framlag til Þróunarfélags Reykjavíkur sem numið hefur 1,5 m.kr. árlega og árlegt framlag til Hrafnseyrarnefndar sem numið hefur að jafnaði um 1,5 m.kr. á ári.
    2. Allir styrkir sem taldir eru upp í málsgreininni hér að framan eru veittir með reglubundnum hætti. Málefni sjóða ráðuneytisins eru tíðast falin sérstökum stjórnum sem starfa samkvæmt staðfestum skipulagsskrám. Um þær reglur sem lagðar eru til grundvallar úthlutunum, eftirfylgni og mat á árangri af styrkveitingum vísast til gildandi skipulagsskráa.
    Ekki hafa verið settar sérstakar reglur varðandi veitingu þeirra styrkja sem ráðstafað er af ráðuneytinu sjálfu. Umfang þeirra er takmarkað og eðli þeirra oftast slíkt að styrkveitingarnar gefa ekki sérstakt tilefni til formlegrar eftirfylgni.
    3. Samtals námu styrkveitingar ráðuneytins eftirfarandi fjárhæðum sl. þrjú ár samkvæmt upplýsingum úr ríkisbókhaldi.

Ár

m.kr.



1994          
9
,7
1995          
16
,1
1996          
15
,1

    Föst framlög (sbr. 1. tölul.) til Þróunarfélags Reykjavíkur og Hrafnseyrarnefndar eru talin með en ekki útgjöld til Þjóðhátíðarsjóðs, Þjóðhátíðargjafar Norðmanna eða Grænlandssjóðs. Að auki eru hér taldar með styrkveitingar sem forsætisráðherra bar upp í ríkisstjórn og millifærðar voru af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar.

Utanríkisráðuneyti.
    Í svari utanríkisráðuneytis við einstökum liðum fyrirspurnarinnar kemur fram eftirfarandi:
    1. Auk styrkja til ýmissa alþjóðlegra samtaka, stofnana, þróunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi, sem ekki er ástæða til að tíunda hér, hafa eftirfarandi fastir styrkir verið veittir á undanförnum þremur árum: Styrkir til Útflutningsráðs, Þjóðræknifélagsins vegna samskipta við Vestur-Íslendinga, til aðila vinnumarkaðarins vegna þátttöku í EFTA- og EES-samstarfi, Samtaka um vestræna samvinnu, Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna, Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, og styrkir til fyrirtækja til markaðssetningar erlendis. Voru síðasttöldu styrkirnir greiddir með sérstöku framlagi ríkisstjórnar.
    2. Ráðuneytið fylgist með starfi þeirra aðila sem styrkirnir renna til, ýmist með þátttöku í stjórnum, nefndum eða með óformlegum samskiptum. Ákveðnar reglur voru settar um ráðstöfun styrkja til markaðssetningar en úthlutun þeirra fór þannig fram að nefnd fulltrúa utanríkis-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis-, og sjávarútvegsráðuneytis, auk fulltrúa Útflutningsráðs, gerði tillögu til ríkisstjórnar um skiptingu þeirra. Styrkirnir hafa nú verið aflagðir.
    3. Yfirlit yfir styrki sl. þrjú ár:
         
    
    Félag um vestræna samvinnu: 100 þús. kr. á ári.
         
    
    Orkustofnun vegna Jarðhitaháskóla Sameinuðu þjóðanna 28,5 m.kr. árið 1994, 32 m.kr. árið 1995 og 39,6 m.kr. árið 1996.
         
    
    Útflutningsráð 3 m.kr. árið 1994, 4,8 m.kr. árið 1995 og 4,4 m.kr. árið 1996.
         
    
    Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi 750 þús. kr. árið 1994, 800 þús. kr. árið 1995 og 600 þús. kr. 1996.
         
    
    Þjóðræknifélagið 1,5 m.kr. árið 1995 og 3 m.kr. árið 1996.               Til aðila vinnumarkaðarins vegna EES-samstarfs 2,2 m.kr. árið 1994, 1,4 m.kr. árið 1995 og 1,2 m.kr. árið 1996.
         
    
    Sjávarútvegsháskóli Sameinuðu þjóðanna 3,5 m.kr. árið 1996. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
    Í svari dóms- og kirkjumálaráðuneytis segir að ráðuneytið veiti enga fasta styrki utan þeirra sem fram koma í fjárlögum, en þar kemur fram (sjá lið 06-190) að veittir eru styrkir til Orators, félags laganema, vegna lögfræðiaðstoðar við almenning og til Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Menntamálaráðuneyti.
    1. Styrkveitingar á vegum menntamálaráðuneytisins eru í meginatriðum tvenns konar að því er fjárheimildir varðar. Annars vegar úthlutun úr formlegum sjóðum, hins vegar framlög af svonefndum safnliðum í fjárlögum.
    Gengið er út frá því að fyrirspurnin taki ekki til sjóða sem starfa samkvæmt sérstökum lagaákvæðum og hafa sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum. Dæmi um slíka sjóði eru launasjóðir listamanna (lög nr. 35/1991, með síðari breytingum), Menningarsjóður (lög nr. 79/1993), Menningarsjóður félagsheimila (lög nr. 107/1970, með síðari breytingum), þýðingarsjóður (lög nr. 35/1981), Listskreytingasjóður ríkisins (lög nr. 71/1990, með síðari breytingum), Myndlistarsjóður Íslands (reglugerð nr. 244/1993, sbr. höfundalög nr. 73/1972, með síðari breytingum), Kvikmyndasjóður Íslands (lög nr. 94/1984, með síðari breytingum), Húsafriðunarsjóður (lög nr. 88/1989, með síðari breytingum), Menningarsjóður útvarpsstöðva (lög nr. 68/1985, með síðari breytingum) og Íþróttasjóður (lög nr. 49/1956 með síðari breytingum). Barnamenningarsjóður hefur nú sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum en hefur ekki verið lögfestur með öðrum hætti að svo komnu. Um hann gilda reglur nr. 246/1994.
    Safnliðiðir sem einkum koma til álita við styrkveitingar á sviði menningarmála, þ.e. til „einstaklinga, fyrirtækja eða samtaka“, eru þessir (miðað er við fjárlög 1997):
    02–919–190 Söfn, ýmis framlög.
    02–982–122 Starfsemi áhugaleikfélaga.
    02–982–124 Starfsemi atvinnuleikhópa.
    02–982–125 Starfsemi hljómsveita.
    02–982–190 Listir.
    02–983–110 Fræðistörf.
    02–983–111 Styrkir til útgáfumála.
    02–988–190 Æskulýðsmál.
    02–989–190 Ýmis íþróttamál.
    Eftirtaldir safnliðir taka til verksviðs ráðuneytisins í heild:
    02–199           Ráðstöfunarfé.
    02–984           Norræn samvinna.
    02–999–190     Ýmis framlög.

    2. Ráðstöfun fjár af safnliðum er með mismunandi hætti eftir viðfangsefnum. Að nokkru marki er ráðstöfun ákveðin af Alþingi samkvæmt „sérstökum yfirlitum“ er fylgja fjárlögum. Það á við að hluta um liðina 02–919–190 Söfn, ýmis framlög, 02–982–190 Listir, 02–988–190 Æskulýðsmál og 02–999–190 Ýmis framlög.
    Úthlutun styrkja til starfsemi áhugaleikfélaga (02–982–122) er ákveðin á grundvelli tillagna Bandalags íslenskra leikfélaga svo sem gert er ráð fyrir í leiklistarlögum. Framlög til atvinnuleikhópa (02–982–124) eru veitt á grundvelli umsókna að fengnum tillögum framkvæmdastjórnar Leiklistarráðs með hliðsjón af sömu lögum.
    Um ráðstöfun framlaga af liðnum 02–982–190 Listir, þ.e. að því leyti sem skiptingin er ekki ákveðin í fjárlögum, hefur frá 1996 verið hafður sá háttur að vekja athygli á fjárveitingunni með auglýsingu í byrjun árs. Miðað er við að úthlutun fari fram nokkrum sinnum á ári á grundvelli umsókna sem fyrir liggja við upphaf hvers úthlutunarskeiðs. Komið hefur verið á fót ráðgjafarnefndum á sviði einstakra listgreina sem veita ráðuneytinu umsögn um umsóknir. Af þessum lið er m.a. veitt fé til starfsemi Bókmenntakynningarsjóðs sem starfar samkvæmt reglum nr. 456/1982.
    Um ráðstöfun framlaga af öðrum safnliðum gildir sú meginregla að framlög eru ákveðin á grundvelli umsókna, oft að fengnum umsögnum eftir eðli máls.
    Þegar styrkveiting er tilkynnt umsækjanda er jafnframt tekið fram að greinargerð um notkun styrkfjárins skuli send ráðuneytinu fyrir tiltekinn tíma.
    3. Greiðslur styrkja af eftirtöldum fjárlagaliðum árin 1994–96 eru sem hér segir í þús. kr.:

1994

1995

1996



02–919–190 Söfn, ýmis framlög     
3.050
8.705 4.450
02–982–122 Starfsemi áhugaleikfélaga     
14.000
14.000 14.000
02–982–124 Starfsemi atvinnuleikhópa     
10.850
13.400 12.950
02–982–125 Starfsemi hljómsveita (fyrst 1997)
02–982–190 Listir     
49.554
41.817 56.874
02–983–110 Fræðistörf     
1.472
1.176 2.162     
02–983–111 Styrkir til útgáfumála     
1.082
140 2.138
02–988–190 Æskulýðsmál     
13.081
13.450 6.100
02–989–190 Ýmis íþróttamál     
8.234
9.694 1.680
02–199 Ráðstöfunarfé     
16.255
18.000 14.115
02–984 Norræn samvinna     
3.192
23.742 8.001
02–999–190 Ýmis framlög     
16.158
7.268 3.812     

Fjármálaráðuneyti.
    Í svari fjármálaráðuneytis segir að utan þeirra styrkja sem greiðast af ráðstöfunarfé ráðherra, og veittir eru samkvæmt ákvörðunum hans, veiti fjármálaráðuneytið eingöngu styrki til stjórnmálaflokka samkvæmt fjárlögum og umsóknum stjórnmálaflokka. Sérstök nefnd gerir tillögu um skiptingu þess fjár sem rennur til starfsemi stjórnmálaflokkanna en ekki er haft sérstakt eftirlit með því hvernig því fé er varið.

Landbúnaðarráðuneyti.
    Í svari landbúnaðarráðuneytis kemur fram eftirfarandi:
    1. Ráðuneytið hefur veitt þessa styrki á árunum 1994–1996 (tölur í m.kr.):

1994

1995

1996



Skógræktarfélag Íslands      3
,0 3 ,0
3 ,0
NASCO      3
,6 5 ,7
4 ,4
Æðarræktarfélag Íslands      0
,2 0 ,2
0 ,2
Landgræðslusjóður     
3 ,0

    2. Ekki hafa verið samdar reglur um úthlutun þessara styrkja en ákvörðun um veitingu þeirra er tekin við gerð fjárlaga ár hvert og að undangengnu mati á verkefnum sem styrkt eru.
    3. Sjá svar við 1. tölul. Sjávarútvegsráðuneyti.
    Svar sjávarútvegsráðuneytis við efnisliðum fyrirspurnarinnar er sem hér segir:
    1. Vísað er til upptalningar í fjárlögum á stofnunum og félagasamtökum sem hljóta fasta styrki frá ráðuneytinu (sjá lið 10–190). Þá kemur fram að á fjárlögum hvers árs er gert ráð fyrir greiðslu styrkja til verkefna er lúta að eldi sjávardýra, rannsóknaverkefnum, starfsmenntun, markaðsöflun, kynningu og tilraunum ýmsum og iðnþróunarverkefnum svo eitthvað sé nefnt.
    3. Heildarfjárhæðir styrkja eru sem hér segir (í þús kr.):

1994

1995

1996



Styrkir til atvinnuvega og fyrirtækja     
32.325
17.550 20.200
Styrkir til einstaklinga og samtaka     
1.181
14.273 11.039
Samtals     
33.506
31.823 31.239



Umhverfisráðuneyti.

    Í svari umhverfisráðuneytis segir að ekki séu veittir fastir styrkir á vegum þess og að ekki séu í gildi fastar reglur um veitingu þeirra. Eingöngu eru veittir styrkir til verkefna sem tengjast umhverfismálum. Ráðueytið veitti á sl. þremur árum samtals styrki sem hér segir: 6,8 m.kr. á árinu 1994, 7,5 m.kr. á árinu 1995 og 11,6 m.kr. á árinu 1996.

Iðnaðarráðuneyti.
    Svar iðnaðarráðuneytis er eftirfarandi:
    1. Á vegum iðnaðarráðuneytis eru eftirfarandi fastir styrkir á fjárlögum: Styrkir til verkstjórnarfræðslu, til Staðlaráðs, til sjóðs til eflingar atvinnulífi í Mývatnssveit og vegna viðskiptafulltrúa í Moskvu.
    2. Um aðra styrki en þá sem ákveðnir eru á fjárlögum er að jafnaði tekin ákvörðun á fundi ráðherra, ráðuneytisstjóra, aðstoðarmanns ráðherra og fjármálastjóra. Sé um stærri verkefni að ræða er óskað skýrslu um ráðstöfun styrkfjárhæðar og árangur.
    Á árinu 1995 gerðu iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Iðnlánasjóður og Iðntæknistofnun Íslands sérstakan samstarfssamning um átak til atvinnusköpunar. Samningurinn tekur til verkefna sem samstarfsaðilarnir hafa einn eða fleiri staðið að ásamt nýjum verkefnum sem leiða til nýsköpunar í atvinnulífinu. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður og Iðntæknistofnun eru fjármögnunaraðilar samningsins. Framkvæmd samningsins er í höndum Iðntæknistofnunar en markmið samningsins er þríþætt:
         
    
    Að standa sameiginlega að verkefnum sem stuðla að atvinnusköpun og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins.
         
    
    Að samræma verkefni til hvatningar og stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja svo og einstaklinga á sviði atvinnu- og nýsköpunar.
         
    
    Að hvetja til aukins alþjóðasamstarfs fyrirtækja á sviði markaðsmála og tækniyfirfærslu. Innan ramma verkefnis þessa eru veittir styrkir til ýmissa þróunarverkefna, sem áður voru veittir af ráðuneytinu.
    3.     Á meðfylgjandi yfirliti kemur fram hvaða fjárhæðir hafa verið greiddar af tilfærslum og styrkjum til stofnana í A-hluta ríkisreiknings, fyrirtækja og atvinnuvega, einstaklinga heimila og samtaka (sbr. bókunartegundir 5910 til 5914 í ríkisbókhaldi). Niður greiðslur á húshitun, sem einnig eru færðar sem tilfærsluliður til einstaklinga, heimila og samtaka, eru ekki taldar með. Heildarfjárhæðir eru eftirfarandi:

Ár

m.kr.



1994          
140
,5
1995          
92
,4
1996          
65
,2


Viðskiptaráðuneyti.
    Svar viðskiptaráðuneytis er eftirfarandi:
    1. Viðskiptaráðuneytið veitir fasta styrki til Neytendasamtakanna og „Icepro“-nefndar.
    2. Sjá svar iðnaðarráðuneytis, 2. tölul.
    3. Á meðfylgjandi yfirliti kemur fram hvaða fjárhæðir hafa verið greiddar af tilfærslum og styrkjum til stofnana í A-hluta, fyrirtækja og atvinnnuvega, einstaklinga, heimila og samtaka (sbr. bókunartegundir 5910 til 5914 í Ríkisbókhaldi). Heildarfjárhæðir eru eftirfarandi:

Ár

m.kr.



1994          
10
,9
1995          
9
,4
1996          
7
,7


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
    1. Eftirtöldum félagasamtökum og stofnunum eru veittir árlegir óendurkræfir styrkir (tilfærslur á fjárlögum): Endurhæfingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjörg Akureyri, Sumardvalarheimili í Reykjadal, Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, Reykjavík, Endurhæfingarstöð Geðverndarfélags Íslands, Gigtlækningastöð Gigtarfélags Íslands, Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, Akureyri, Krabbameinsfélag Íslands – krabbameinsskráning, Krabbameinsfélag Íslands – krabbameinsleit, Hjartavernd, Monica-rannsóknir, Hjartavernd – rannsóknarstöð, Krísuvíkurskóli – vist- og meðferðarheimili.
    Auk ofangreindra fastra styrkja (tilfærslna) eru á fjárlögum hverju sinni óskiptar fjárveitingar sem nýttar eru til ýmissa styrkveitinga til einstaklinga, félagasamtaka og stofnana, eða sem hér segir: Málefni fatlaðra – styrkir til ýmissar starfsemi, Málefni fatlaðra – styrkir til ýmissa framkvæmda, Heilbrigðismál, ýmis starfsemi, ýmis framlög.
    2. Þeim stofnunum og félagasamtökum sem veittir eru fastir árlegir styrkir (tilfærslur) er gert að skila árlega fjárlagatillögum fyrir komandi ár. Við gerð fjárlaga er af hálfu ráðuneytis farið yfir stöðu hvers styrkþega fyrir sig, enda fylgja með fjárlagatillögum þeirra tölulegar upplýsingar um reksturinn ásamt greinargerð. Hér er í öllum tilvikum verið að veita styrki til félagasamtaka og stofnana sem eru með reglubundna starfsemi, á sviði forvarna, endurhæfingar eða rannsókna.
    Í annan stað eru þjónustusamningar grundvöllur greiðslu styrkja, t.d. til Krabbameinsfélags Íslands vegna krabbameinsleitar. Hinn 1. janúar sl. tók einnig gildi þjónustusamningur við Hjartavernd um kaup á þjónustu af rannsóknarstöð Hjartaverndar. Þá er nú unnið að gerð þjónustusamnings við Krabbameinsfélag Íslands um krabbameinsskrána. Í samningum þessum er gerð ítarleg krafa um árangur af styrkveitingunni.
    Hvað varðar óskiptar fjárveitingar á fjárlögum ber þess að geta að fjárlaganefnd Alþingis skiptir ákveðnum hluta óskiptrar fjárveitingar sem er á fjárlagaliðum 08–399–1.90 Heilbrigðismál, ýmis starfsemi, ýmis framlög, en ráðuneytið því sem eftir stendur þegar úthlutun fjárlaganefndar liggur fyrir.
    Ráðuneytið hefur sett ákveðnar reglur um úthlutun styrkja af óskiptum fjárlagaliðum og er þar átt við eftirfarandi fjárlagaliði: Málefni fatlaðra – styrkir til ýmissar starfsemi, Málefni fatlaðra – styrkir til ýmissa framkvæmda, Heilbrigðismál, ýmis starfsemi, ýmis framlög (sjá fylgiskjal I).
    3. Ráðuneytið vísar til meðfylgjandi yfirlits, þar sem fram koma fjárhæðir greiddra fastra styrkja (tilfærslna) sl. þrjú ár, auk heildarfjárhæða annarra styrkja sem veittir voru á tímabilinu (sjá fylgiskjal II).

Hagstofa Íslands.
    Hagstofa Íslands veitir enga fasta styrki og hefur ekki gert undanfarin þrjú ár.

Samgönguráðuneyti.
    Í svari samgönguráðuneytis kemur fram eftirfarandi:
    1. Eftirtaldir styrkir voru veittir samkvæmt ákvæðum fjárlaga (1994–96):

Ár

Þús. kr.



Slysavarnaskóli sjómanna     
1996
33.600
Slysavarnafélag Íslands     
1995
32.000
               1994 31.500

Tilkynningaskylda íslenskra skipa     
1996
18.200
Slysavarnafélag Íslands     
1995
20.200
               1994 18.200

GPS-staðsetningarkerfi     
1996
4.200
Kerfisverkfræðistofnun Háskóla Íslands     
1995
0
               1994 6.000

Slysavarnafélag Íslands     
1996
16.700
Slysavarnafélag Íslands     
1995
16.700
               1994 16.700

Landsbjörg     
1996
9.000
Björgunarfélag Vestmannaeyja     
1996
2.000
Landsbjörg     
1995
7.000
Björgunarfélag Vestmannaeyja     
1995
2.000          
Landsbjörg     
1994
9.000

Ferðamálasamtök Vestur-Norðurlanda     
1996
1.000
Ferðamálaráð Íslands     
1995
1.000
               1994 1.000

    Ekki eru taldir upp hérna tæplega 50 styrkir sem veittir eru til vetrarsamgangna og vöruflutninga en flestir eru þeir greiddir til sveitarfélaga eða aðila sem þau tilnefna. Einnig eru greiddir nokkrir styrkir til flugfélaga sem fljúga til fámennra staða og til sjúkraflugs en gerð er grein fyrir þeim styrkveitingum í fjárlögum.
    2. Lögð er fram rökstudd beiðni um framlag á fjárlögum og er fylgst með ráðstöfun styrkjanna.
    3. Sjá svar við 1. tölul.
Félagsmálaráðuneyti.
    Í svari félagsmálaráðuneytis koma fram eftirfarandi svör við einstökum liðum fyrirspurnarinnar:
    1. Styrki á vegum félagsmálaráðuneytisins fá ýmis samtök er sinna líknar-, félags- og vinnumálum. Um er að ræða samtök er sinna málefnum vinnumarkaðarins, málefnum fatlaðra, málefnum barna eða annarra þjóðfélagshópa. Þessir styrkir eru ákvarðaðir með þrennum hætti: a. fjárlaganefnd Alþingis tekur ákvörðun um nokkra þeirra við afgreiðslu fjárlaga, b. félagsmálaráðherra skiptir fjárveitingum sem ákveðnar eru til tiltekinna verkefna af fjárlaganefnd, c. um er að ræða styrki sem sótt er um til félagsmálaráðuneytisins og ráðherra tekur ákvörðun um samkvæmt heimildum fjárlaga.
    2. Félagsmálaráðuneytið veitir yfirleitt ekki styrki til samtaka sem fá styrki frá öðrum ráðuneytum. Meginregla varðandi styrkveitingar sem félagsmálaráðuneytið tekur ákvörðun um er sú að styrkir eru veittir á grundvelli umsókna þar sem sótt er um fjármagn til ákveðinna verkefna eða málefna. Í flestum tilvikum gera aðilar grein fyrir hvernig styrkurinn var nýttur.
    3. Á árunum 1994 til 1996 voru fjárhæðir styrkja sem veittir voru á vegum félagsmálaráðuneytisins sem hér segir:

Ár

þús. kr.



1994     
58.909

1995     
54.630

1996     
48.212


    Styrkir félagsmálaráðuneytisins sl. þrjú ár eru eftirfarandi (fjárhæðir í þús. kr.):
         
    
    Styrkir ákveðnir við afgreiðslu fjárlaga af fjárlaganefnd.

1996

1995

1994



Barnaheill     
200
200 200
Blindrafélagið     
5.000
3.000 2.900
Daufblindrafélag Íslands     
800
700
Félag einstæðra foreldra     
500
1.000
Félag heyrnarlausra     
3.000
3.000 2.500
Félagasamtökin Vernd     
250
500 1.000
Geðhjálp     
3.500
3.500 3.000
Geðverndarfélag Akureyrar     
300
300 250
Hlaðvarpinn     
400 700
Íslensk ættleiðing     
2.000
2.000 2.000
Krossgötur     
1.500
Kvennaráðgjöfin     
500
500 600
Landssamband aldraðra     
300
300
Landssamtökin Sjálfsbjörg     
2.600
3.000 3.000
Landssamtökin Þroskahjálp     
3.200
2.500 2.500
Sjálfseignarstofnunin Móðir og barn     
200 1.000
Námskeið aðstandenda fatlaðra barna     
250
1.000 1.000
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð     
500
500
Samtökin 78     
500
350 200
Skjöldur     
1.000
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra     
1.500
1.500 1.500
Umsjónarfélag einhverfra     
500
500 500
Samtals     
25.400
24.950 25.350
         
    
    Fjárveiting ákveðin af fjárlaganefnd en skipting ákveðin af félagsmálaráðherra:

1996

1995

1994



Alþýðusamband Íslands     
8.130
10.730 10.900
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja     
1.880
2.480 2.520
Færeyska sjómannafélagið     
500
500 900
Leigjendasamtökin     
1.000
1.300 1.300
NORDJOBB     
1.600
1.600 1.675
Sjómannadagsráð Bolungarvíkur     
100
100 100
Vinnumálasambandið     
1.100

Vinnuveitendasamband Íslands     
3.290
5.790 5.880
Samtals     
17.600
22.500 23.275

         
    
    Styrkir ákveðnir af félagsmálaráðherra:

1996

1995

1994


1.jan.–30.apr.

1.maí–31.des



Alnæmissamtökin
625
Alþýðusamband Íslands
200
Atvinnumiðlun námsmanna
400
Barnaheill
2.000
Byggingarstaðlaráð
300
Evrópsku laganemasamtökin
25
Ferðasjóður Nordisk Forum
500
Ferðastyrkur á mót Evrópusamtaka barna
65
Félag forsjárlausra foreldra
150
Félag heyrnarlausra
800
Félag hjartasjúklinga í Þingeyjarsýslum
100

Félag lögreglumanna
100
Félag misþroska barna
75
Félag ræstingarstjóra
100 250
Félag starfsfólks í veitingahúsum
200

Félagið Heyrnarhjálp
200
Foreldra og styrktarfélag heyrnardaufra
200

Geðdeild Landspítalans
100
Handknattleikssamband Íslands
290
Handverkstæðið Ásgarður
50
50
Handverkstæðið Vinabær
50

Hússjóður Öryrkjabandalags Íslands
50

Iðnnemasamband Íslands
200
250 200
Iðntæknistofnun vegna CE-merkinga
300

Íslenska blissnefndin
100
Íþrótta- og tómstundaráð
400

Íþróttasamband fatlaðra
100

Krabbameinsfélag Íslands
200

Kvenfélagasamband Íslands
75 75
Kvenna- og karlakeðjan
75
Kvennaathvarfið
400 150
Kvenréttindafélag Íslands
200
100
Kvikmyndafélagið UMBI
300
Landssamtökin Heimili og skóli
850
Landssamtökin Þroskahjálp
50
500 80 50
LAUF
200 50
Leikhópurinn Perlan
100 50
MG-félag Íslands
150
Málþing
30
Miðstöð fólks í atvinnuleit
100
400
Mæðrastyrksnefnd Akureyrar
150
150 150
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar
150
150 150
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs
150
150
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
400
400 500
Námskeið um heimaþjónustu
401
60
Norræn samtök um þarfir sjúkra barna
100
Rannsókn á aðstæðum og félagslegri færni barna
285
Rannsókn á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum
75
Rannsóknastofa í kvennafræðum
250
Rannsóknastofa uppeldis- og menntamála
300
Rauði kross Íslands
264
Ráðstefnustyrkur
150

Ritvöllur
150
Samtök maka þolenda kynferðislegs ofbeldis
150
Samtök stríðsbarna á Íslandi
200
Sjónvarpsþáttur um nýbúa
200
Skala-leikhópurinn
300
Skákklúbbur Sjálfsbjargar
60

Soroptimistasamband Íslands
150
Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa
100
50
Stígamót
60
Stráið
100
Stúdentaráð Háskóla Íslands
400
300 1.350
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
50
200 50
Styrkur til þátttöku í Genfarskólanum
60
40 80
Stöðvum unglingadrykkju
200
Svæðisskrifstofa Norðurlands eystra
500

Umhyggja
100
Unglingaathvörfin
25
UNIFEM á Íslandi.
200
150
Útgáfa blaðsins „Gegn atvinnuleysi“
50
Útgáfa bæklings um málefni geðsjúkra
30

Útskriftarhópur tölvunarfræðinga
100

Vistheimilið Árbót
120
Æskulýðssamband Íslands
50
40
Samtals
5.151
4.285 2.895 10.284