Kjaradeila sérfræðinga sem starfa utan sjúkrahúsa

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 13:50:14 (3020)

1998-01-27 13:50:14# 122. lþ. 52.1 fundur 165#B kjaradeila sérfræðinga sem starfa utan sjúkrahúsa# (óundirbúin fsp.), SJóh
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[13:50]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Mey skal að morgni lofa, segir máltækið. Ég heiti því hér með að ég ætla ekki að hrósa þessari endurgreiðslu fyrr en sá samningur sem gerður verður við sérfræðilækna liggur fyrir, ef hann verður gerður. Það er mjög sérkennilegt með þessa samninga, að þar er allt á huldu og algert leyndarmál um hvað er verið að semja. Samningar eru nýgerðir við aðra opinbera starfsmenn og þar var allan tímann uppi á borðinu hvaða prósentur væri verið að tala um en núna er allt á huldu. Ég er auðvitað ekki að lasta það að sérfræðingar séu vel launaðir. Þeir eiga ekki að þurfa að vera í harki úti í bæ til að hafa lífsviðurværi. En 300% til að þeir geti haldið uppi litlum einkaspítölum úti í bæ --- það finnst mér ekki hægt, herra forseti.