Þjónustugjöld í heilsugæslu

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 19:20:08 (3107)

1998-01-27 19:20:08# 122. lþ. 52.9 fundur 41. mál: #A þjónustugjöld í heilsugæslu# (breyting ýmissa laga) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[19:20]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Áfram með hið valfrjálsa stýrikerfi. Já, það er valfrjálst hvort fólk borgar eina litla upphæð einu sinni á ári eins og aðra skatta. Það er hugsað þannig að sjúklingur borgar einu sinni eina litla upphæð og fær síðan þjónustu og greiðir ekkert eftir það. Sérstakt tillit er tekið til öryrkja og ellilífeyrisþega. Hv. þm. telur að þetta sé ekki gott og hristir höfuðið en ég tel að þetta sé kerfi sem við eigum að reyna.