Ummæli ráðherra í fyrirspurnatíma

Miðvikudaginn 28. janúar 1998, kl. 13:48:32 (3122)

1998-01-28 13:48:32# 122. lþ. 53.93 fundur 182#B ummæli ráðherra í fyrirspurnatíma# (um fundarstjórn), heilbrrh. (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[13:48]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Hv. síðasti ræðumaður hefur nú greinilega ekki heyrt orð mín (GÁS: Ekki skilið þau.) og þaðan af síður skilið þau því það sem ég sagði áðan var í beinu framhaldi af því sem hv. þm. sagði sjálfur, þ.e. sagðist hafa verið upplýsingafulltrúi í Tryggingastofnun, sem allir vita, og sagði að stöðug kynning á málefnum og rétti einstaklinga varðandi ýmis lífeyrismál væri mikilvæg. Ég tók undir með hv. þm. að það væri mjög mikilvægt að þessi réttur sé skýrður og sagði það sem allir vita, að hv. þm. er og hefur verið upplýsingafulltrúi hjá Tryggingastofnun. Það kann vel að vera að hún sé ekki lengur í leyfi og þá kemur það hér í ljós en það er algjört aukaatriði málsins.