Ummæli ráðherra í fyrirspurnatíma

Miðvikudaginn 28. janúar 1998, kl. 13:50:38 (3124)

1998-01-28 13:50:38# 122. lþ. 53.93 fundur 182#B ummæli ráðherra í fyrirspurnatíma# (um fundarstjórn), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[13:50]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Telji hæstv. heilbrrh. það vera innleg í umræðuna þegar spurt er um efnisatriði varðandi hag tryggingaþega að eyða stórum hluta af tveim mínútum sínum í að gera grein fyrir bakgrunni hv. þingmanna, þá er það hennar val. Mér þykir það hins vegar mjög óeðlilegt í alla staði og tel tíma okkar þingmanna betur varið ef þessi hæstv. ráðherra sem ég nefni til sögunnar og aðrir verðu tíma sínum í að ræða málefnalega við hv. þingheim og svara fyrirspurnum sem fram eru lagðar. Það er af þeim sökum fyrst og síðast sem ég fer þess á leit við hæstv. forseta að hann minni hæstv. ráðherra á þetta hlutverk sitt og þessa skyldu sína.