Umsókn Friðar 2000 um leigu á skólahúsnæði

Miðvikudaginn 28. janúar 1998, kl. 14:00:32 (3127)

1998-01-28 14:00:32# 122. lþ. 53.5 fundur 383. mál: #A umsókn Friðar 2000 um leigu á skólahúsnæði# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SvG
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[14:00]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni fyrir að hreyfa hér málefnum Reykholts. Satt að segja verð tel ég það metnaðarleysi sem sést af hálfu menntmrn. í þessu máli stóralvarlegan hlut þegar um Reykholt er að ræða. Ég held að það mætti segja að það sé til skammar. Í menntmrn. hefur sem sagt verið tekin ákvörðun um að bjóða Reykholt upp. Næsta frétt frá menntmrn. verður væntanlega sú að minning Snorra Sturlusonar verði boðin upp og lysthafendur geti boðið í Snorra Sturluson. Metnaðarleysið sem blasir við í svörum hæstv. menntmrh. er ótrúlegt. Ég tel að út af fyrir sig hefði þessi hugmynd um friðarskóla í Reykholti vel getað komið til greina og geti komið til greina. En það metnaðarleysi sem felst í að þarna eigi að hefja almennan rekstur sem á afar lítið skylt við venjulegt mennta- og menningarstarf, er fráleitt. Ég harma að við skulum hafa á stóli menntmrh. mann sem ber svo litla virðingu fyrir Reykholti og Snorra Sturlusyni.