Lögbinding lágmarkslauna

Miðvikudaginn 28. janúar 1998, kl. 14:13:24 (3134)

1998-01-28 14:13:24# 122. lþ. 54.92 fundur 181#B lögbinding lágmarkslauna# (aths. um störf þingsins), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur

[14:13]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég fagna þeim mikla áhuga sem jafnaðarmenn sýna á þessari hugmynd um lágmarkslaun því að á árum áður fluttu kvennalistakonur margsinnis tillögur og frv. um þau mál og m.a. náðist ekki samkomulag um aðild þeirrar ríkisstjórnar 1987 vegna mikillar andstöðu við málið og á þeim tíma voru aðilar vinnumarkaðarins lítt hrifnir af slíkri hugmynd. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og ég hef ekki haft tækifæri til þess að kynna mér þessa nýju bók. En ég fagna því ef það er almennt orðin niðurstaða fræðimanna að lágmarkslaun séu rétt leið við hagfræðistjórnun. Ég held að slík viðmiðun verði alltaf að vera til en um þetta eru auðvitað deildar meiningar.

Þetta frv. hefur ekki enn þá komist á dagskrá og berist málið til félmn. stendur ekki á henni að vinna eðlilega að því. Það fer auðvitað eftir vilja meiri hlutans í nefndinni hvernig gengur að vinna málið þannig að þetta verður hv. þm. og þingflokksformaður hans að eiga við forsætisnefnd þingsins að reyna að flýta málinu sem allra mest.