Lögbinding lágmarkslauna

Miðvikudaginn 28. janúar 1998, kl. 14:16:35 (3136)

1998-01-28 14:16:35# 122. lþ. 54.92 fundur 181#B lögbinding lágmarkslauna# (aths. um störf þingsins), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur

[14:16]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég hef ekki haft tækifæri til þess að kynna mér það rit sem var nefnt í umræðunni áðan hjá hv. þm. Gísla S. Einarssyni en ég tek undir það að ekki síst í ljósi síðustu talna um það hvað verkakonur á Íslandi hafa dregist mjög aftur úr í launum verður að gera eitthvað markvisst til að laga það ástand. Ég er sannfærð um að lögbinding lágmarkslauna mundi koma verkakonum sérstaklega vel og ungu fólki. Ég hef mikið ferðast, t.d. um Bandaríkin, og maður kemur varla inn í söluturn þar öðruvísi en það hangi uppi á veggjum upplýsingar um lágmarkslaun. Ég er viss um að það kæmi t.d. öllum stúlkunum og börnunum í Hagkaup og flestum stórmörkuðum landsins ansi vel ef það væru til reglur um lágmarkslaun í landinu og ég held að það beri virkilega að athuga þessa tillögu af alvöru.