Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 14:54:38 (3213)

1998-01-29 14:54:38# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[14:54]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ekki var mikill sannfæringarkrafturinn hjá hv. 2. þm. Austurl. að það hlaupi á snærið í sambandi við jarðgangaframkvæmdir þó að úr raknaði. Ég deili þeim áhyggjum sem komu óbeint fram í máli hv. þm. að það þurfi nokkuð til.

Tilhneigingin hefur verið sú að ýta svona stóru verkefni til hliðar og það var það sem farsællega var gert 1988 að breyta þessu og ákvarða að ráðist yrði í kostnaðarsamar framkvæmdir. Vestfirðir urðu þá fyrir valinu með stuðningi Austfirðinga. Þetta gerist ekki nema með mjög mikilli ákveðni að sjálfsögðu, pólitískri ákveðni, að taka inn mál af þessum toga og því þarf sú stefna að vera uppi að jarðgangagerð sé fastur liður í vegaframkvæmdum hverju sinni og það er af nógu að taka af verkefnum. Það er langfarsællegast að ganga þannig til verka en ekki að ýta þessu frá eins og hér er gert.

Hæstv. samgrh. er lagstur í sýslulýsingar. Ég ætlaði að spyrja ráðherrann um safnvegina en það verður að bíða betri tími og ekki færi á því undir andsvari af þessum toga.