Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 14:56:20 (3214)

1998-01-29 14:56:20# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[14:56]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. 4. þm. Austurl. þykir vanta sannfæringu í orð mín. Ég vil ganga að þessum málum með fullu raunsæi. Við höfum sett upp áætlun sem er nokkuð metnaðarfull en hins vegar vona ég, eins og ég sagði áðan, að okkur takist að stýra efnahagsmálum okkar þannig að það ári til þess að leggja meira fjármagn til vegagerðar og þá tel ég að framkvæmdir í jarðgangamálum eigi að hafa forgang. Það getur einnig komið til þess að stækka þurfi atvinnusvæði, rjúfa einangrun og einhverjar aðstæður kalli á það. Þá tel ég að ráðast eigi í það. Það skiptir t.d. máli hvort af áformum verður um stórfellda uppbyggingu í atvinnumálum á Mið-Austurlandi. Það gerbreytir þessari aðstöðu. (HG: Hefur þingmaðurinn trú á því?)