Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 15:26:36 (3219)

1998-01-29 15:26:36# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[15:26]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins til að það komi fram þá skal ég ekki segja hvort samstarf á milli Landsvirkjunar og Vegagerðar hafi hafist á þessum árum 1989--1991 um að reyna að glöggva sig á því hvað það kostaði og hvar rétt væri að leggja veg yfir Sprengisand sem yrði fyrsti hálendisvegur sem lagður yrði. Þetta samstarf var formlegt og vel skipulagt á sínum tíma og raunar er enn unnið að því þannig að það er ekki rétt að slík vinna liggi niðri. Hitt er augljóst að það er of snemmt að setja slíkan veg í umhverfismat eða hanna hann því að við sjáum ekki fram á að við eigum aflögu 2 milljarða kr. í veg af því tagi en ég ítreka að slíkur vegur er náttúrlega mjög þýðingarmikill bæði fyrir Sunnlendinga, Austfirðinga og Norðlendinga, hvort sem við erum að tala um vegna beinna viðskipta og samskipta milli Norður- og Suðurlands eða að velta fyrir okkur nýjum möguleikum í ferðaþjónustu.