Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 16:54:37 (3247)

1998-01-29 16:54:37# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[16:54]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Það er full ástæða til að þakka hæstv. samgrh. fyrir þetta dýrmæta svar. Það var mikilvægt. Hann sagði að sjaldan eða aldrei hefði verið lagt meira fé til hliðar ef ske kynni að jarðgöng væru skynsamlegri kostur en uppbyggður vegur á Lágheiði. Í raun og veru er hann að segja að það geti komið til að vegtengingin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verði jarðgöng en ekki Lágheiðarvegur. Ég vissi að hæstv. samgrh. ætti meira inni en komið hafði fram í vegáætluninni beinlínis og ég fagna þessari yfirlýsingu hans hér í andsvari og hef engu við að bæta.