Rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar

Mánudaginn 02. febrúar 1998, kl. 16:53:12 (3279)

1998-02-02 16:53:12# 122. lþ. 56.3 fundur 92. mál: #A rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar# beiðni um skýrslu frá dómsmrh., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur

[16:53]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vill láta þess getið af þessu tilefni að ekki eru í þingsköpum nein bein ákvæði um þetta álitaefni. Hins vegar er það gömul þingvenja og löng hefð fyrir því að málshefjandi eigi kost á seinasta orðinu í þeirri umræðu sem hann vekur máls á í þinginu. Ég lít því svo á að í þessu tilviki hljóti hæstv. ráðherra, sem er óumdeilanlega málshefjandi, að eiga seinasta orðið. Hann ætti því seinast að eiga kost á að flytja ræðu í venjulegri merkingu þess orðs. Hitt er ljóst að ef eitthvað í ræðu hæstv. ráðherra kallar á viðbrögð af hálfu hv. þm. þá gefst kostur á andsvörum og það ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar.