Rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar

Mánudaginn 02. febrúar 1998, kl. 16:55:08 (3281)

1998-02-02 16:55:08# 122. lþ. 56.3 fundur 92. mál: #A rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar# beiðni um skýrslu frá dómsmrh., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur

[16:55]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Í tilefni orða hv. þm. verður forseti að vekja athygli þingmanna á því að samkvæmt þingsköpum mega hv. þm. einungis tala tvisvar. Þegar svo stendur á að þingmenn mega ekki taka til máls nema tvisvar sinnum þá liggur það í hlutarins eðli að einhver verði að eiga seinasta orðið og gömul þingvenja segir okkur að það sé málshefjandi. Ég styð mig við það í fundarstjórn að þessu sinni. Ég mun hins vegar að gefnu tilefni telja fulla ástæðu til að málið verði rætt í forsn. og vissulega mætti einnig ræða þetta við þingflokksformenn. Ég viðurkenni að auðvitað getur verið um visst álitamál að ræða en þannig hefur þetta verið og verður að þessu sinni. Því spyr ég að lokum hvort nokkur hv. þm. óski eftir því að taka til máls áður en hæstv. ráðherra kveður sér hljóðs.