Minnismerki um breska sjómenn á Vestfjörðum

Miðvikudaginn 04. febrúar 1998, kl. 13:34:00 (3375)

1998-02-04 13:34:00# 122. lþ. 58.1 fundur 296. mál: #A minnismerki um breska sjómenn á Vestfjörðum# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., utanrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur

[13:34]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Egill Ólafsson á Hnjóti ritaði ráðuneytisstjóra utanrrn. bréf, dagsett 15. febr. 1996, þar sem hann skýrði frá hugmynd sinni um minnisvarða um hinn hörmulega atburð er togarinn Sargon frá Grimsby strandaði við Hafnarmúlann í Patreksfirði og 11 manns létu lífið. Óskaði Egill milligöngu við félag breskra togaraeigenda til að kanna viðbrögð þeirra við hugmyndinni og áhuga á þátttöku í framkvæmdinni. Sendiráð Íslands í London og Jón Olgeirsson, ræðismaður í Grimsby, önnuðust þá milligöngu og var sjútvrn. á sama tíma kynnt erindi Egils Ólafssonar. Beint samband tókst síðan milli Egils Ólafssonar og hinna bresku aðila sem hafa komið að málinu.

Að því er varðar síðari spurninguna þá hefur ráðuneytið verið milligönguaðili í þessu máli og telur sig ekki eiga aðild að ákvörðun um staðsetningu minnismerkisins en harmar þær deilur sem risið hafa.