Störf tölvunefndar

Miðvikudaginn 04. febrúar 1998, kl. 14:59:36 (3411)

1998-02-04 14:59:36# 122. lþ. 58.7 fundur 417. mál: #A störf tölvunefndar# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur

[14:59]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Mér finnst ágætt að hv. þm. kemur fram með þessa fsp. En mergurinn málsins hlýtur að felast í eftirfarandi: Er þörf á því núna að starfsgeta tölvunefndar verði styrkt? Það kom fram í máli hæstv. dómsmrh. að líkur eru á ákveðnum breytingum sem munu sjálfkrafa kalla á breytta tilhögun í starfi nefndarinnar. Mér finnst ekkert sjálfgefið að menn hlaupi til og auki við mannafla tölvunefndar nema það liggi algerlega fyrir að þess sé þörf og það kom ekki fram í máli hæstv. dómsmrh. hvort nokkur þörf sé á því.

Ég held að hæstv. dómsmrh. ætti þess vegna að svara eftirfarandi spurningu: Hefur tölvunefnd talið nauðsynlegt að bæta við starfsfólki hjá sér vegna aukinna verkefna? Og ef svo er: Hyggst hann verða við því með einhverjum hætti?