Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 11:03:39 (3435)

1998-02-05 11:03:39# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[11:03]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ef ég les þetta með mínum gleraugum sem hæstv. ráðherra var að lesa þá hljómar þetta svona: ,,... að eigi íbúar tiltekins sveitarfélags upprekstrarrétt í afrétt sem ekki hefur verið skipað innan staðarmarka neins sveitarfélags skuli hann`` --- hann hvað? --- upprekstrarrétturinn eins og ég hef skilið það? --- ,,þá teljast til þess sveitarfélags. Ef íbúar fleiri en eins sveitarfélags eiga upprekstrarrétt í afréttinn og ekki næst samkomulag um til hvers þeirra hann`` --- þ.e. upprekstrarrétturinn --- ,,skuli teljast sker ráðuneytið úr.``

Þetta hefur hæstv. ráðherra túlkað sem svo að þá fari viðkomandi sveitarfélag líka með stjórnsýsluréttinn. Ég hef ekki skilið það svo þannig að ég spyr: Breytir breytingin á bráðabirgðaákvæðinu ekki túlkun hæstv. ráðherra á lagagreininni?