Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 13:04:54 (3460)

1998-02-05 13:04:54# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[13:04]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka forsrh. fyrir að leiðrétta mig varðandi aðstöðugjöldin. En ég vil spyrja aftur hvort það sé rétt skilið hjá mér að hugsunin sé að þessi svæði lúti bara almennum lögum um umhverfismat og annað slíkt og að ekki sé nauðsynlegt að skilyrða leyfi til nýtingar eða rannsókna við það að áður verði að fara í umhverfismat eins og gert er ráð fyrir í frumvörpum jafnaðarmanna og Kvennalista.