Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 14:37:50 (3479)

1998-02-05 14:37:50# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[14:37]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég treysti mér ekki til að geta í eyður hvað slík nefnd mundi ráðleggja forsrh. að gera í því tilviki, hver sem hann væri. Það er ómögulegt um það að segja.

Ég ítreka hins vegar einnig að þjóðlendufrumvarpsins vegna gætu menn haft þá skipan á sveitarstjórnarþættinum á miðhálendinu sem menn hafa rætt. Það væri hægt að hafa þá skipan þó að þar búi ekkert fólk að það væri sérstakt stjórnsýsluvald, til að mynda kosið hlutfallskosningu á Alþingi sem færi með sveitarstjórnarþáttinn á því svæði. Það væri hægt þjóðlendufrumvarpsins vegna. Það hef ég reynt að undirstrika og ítreka að við erum ekki að brenna brýr að baki okkar hvað frv. varðar.

Að öðru leyti ítreka ég að félmrh. flytur hér stjfrv. sem ég styð auðvitað.