Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 15:24:04 (3502)

1998-02-05 15:24:04# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., JóhS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:24]

Jóhanna Sigurðardóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta hafa verið mjög áhugaverðar umræður sem hér hafa farið fram og maður hefur á tilfinningunni að maður hafi verið staddur á þingflokksfundi hjá Framsfl. síðustu mínúturnar fremur en inni í þingsal.

Ég vil spyrja hæstv. forseta, vegna þess að það er a.m.k. mjög áhugavert að skoða það, hvort einhver fordæmi séu fyrir því í þingsögunni að þingmaður sem ekki er í Framsfl. geti óskað eftir áheyrnaraðild að næsta þingflokksfundi framsóknarmanna. (ÖS: Forsrh. brennur í skinninu eftir að fá að svara þessu.) (Gripið fram í: Þú ert velkominn ef þú þegir bara.)