Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 18:31:46 (3533)

1998-02-05 18:31:46# 122. lþ. 60.4 fundur 359. mál: #A eignarhald og nýting á auðlindum í jörðu# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[18:31]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Nú ætla ég ekki að leggja mat á hér um það bil hálfrar aldar gamalt mat þessara virtu fræðimanna á þessu sviði. Við verðum hins vegar horfa á að það mat kom fram fyrir svo löngu síðan. Réttarframkvæmd hefur síðan orðið allt önnur en þessir ágætu fræðimenn sáu fyrir á þeim tíma, fyrir utan það að ýmsar breytingar aðrar hafa orðið, þó það séu ekki nema tæknilegar breytingar eins og ég vonast til að hv. þm. hafi heyrt af minni ræðu. Það hafa orðið miklar tæknilegar breytingar á nýtingu jarðhitans á undanförnum árum og skilin á milli háhita og lághita og hvernig hann er tæknilega nýttur eru ekki skilgreind eins nú og menn gerðu fyrir áratugum síðan.