Afbrigði um dagskrármál

Mánudaginn 09. febrúar 1998, kl. 18:12:31 (3540)

1998-02-09 18:12:31# 122. lþ. 62.92 fundur 208#B of skammt liðið frá útbýtingu# (afbrigði við dagskrá), SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[18:12]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Framkoma hæstv. ríkisstjórnar í garð sjómanna, stjórnarandstöðunnar og Alþingis á þessum degi er sérlega fruntaleg. Hæstv. forsrh. hefur talað í fjölmiðlum í dag eins og til standi að setja bráðabirgðalög þó að Alþingi sitji að störfum. Málið ber allan keim af því að lagasetning hafi verið lengi í undirbúningi og aldrei hafi staðið til af hálfu útvegsmanna né ríkisstjórnar að leyfa sjómönnum að nýta samtakamátt sinn til að knýja fram úrlausn sinna mála. Ég mótmæli þessari framkomu við sjómenn, ég mótmæli þessari framkomu við stjórnarandstöðu, ég mótmæli þessari framkomu og lítilsvirðingu í garð Alþingis. Í ljósi þessa greiði ég atkvæði gegn afbrigðum og legg til að þetta mál fái venjubundna þinglega meðferð. (Gripið fram í.)