Afbrigði um dagskrármál

Mánudaginn 09. febrúar 1998, kl. 18:13:52 (3542)

1998-02-09 18:13:52# 122. lþ. 62.92 fundur 208#B of skammt liðið frá útbýtingu# (afbrigði við dagskrá), SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[18:13]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Við búum í lýðræðis- og þingræðisríki og það er lágmarksréttur þeirra sem í hlut eiga að fá að kynna sér mál. Í dag átti að knýja í gegn frv. um að banna verkfall sjómanna. Sjómenn hafa ekki fengið að kynna sér málið, þeim hefur ekki verið sýnt frumvarpið. Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið að kynna sér málið, þingið hefur ekki farið yfir málið með eðlilegum hætti. Þjóðin hefur heldur ekki fengið að kynna sér þetta mál. Það er greinilegt að það var aldrei alvara af hálfu útgerðarmanna í þeim samningaviðræðum sem staðið hafa yfir vegna þess að útgerðarmenn treystu því að ríkisstjórnin mundi hlaupa undir bagga áður en yfir lyki. Þessu mótmæli ég og greiði atkvæði gegn afbrigðunum.