Afbrigði um dagskrármál

Mánudaginn 09. febrúar 1998, kl. 18:22:28 (3551)

1998-02-09 18:22:28# 122. lþ. 62.92 fundur 208#B of skammt liðið frá útbýtingu# (afbrigði við dagskrá), JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[18:22]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er verið að beita fantavinnubrögðum við framlagningu þessa máls bæði gagnvart þinginu og sjómönnum. Þeim hefur ekki einu sinni verið kynnt málið eða fengið tækifæri til að kynna sér efnisinnihald frv. Þetta er makalaus ósvífni af hálfu ríkisvaldsins gagnvart sjómannastéttinni sem hefur staðið í löngum kjaradeilum. Ríkisstjórnin verður að gera sér grein fyrir því að þingið situr og hún getur ekki hagað sér þannig að málið fái meðferð eins og um bráðabirgðalög væri að ræða. Ríkisstjórnin er að fótumtroða lýðræðið og þingræðið í landinu. Ég mótmæli slíkum vinnubrögðum og segi nei.