Afbrigði um dagskrármál

Mánudaginn 09. febrúar 1998, kl. 18:24:37 (3553)

1998-02-09 18:24:37# 122. lþ. 62.92 fundur 208#B of skammt liðið frá útbýtingu# (afbrigði við dagskrá), MF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[18:24]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er vissulega dálítið óvanalegt að þegar óskað er eftir flýtimeðferð í þinginu segi stór hópur þingmanna nei. En þetta mál er þannig til komið að í langan tíma hafa sjómenn átt í kjaradeilu, m.a. vegna þess að lögbundinn réttur þeirra, lög sem við settum, hafa ekki verið virt. Það er stór hluti af þeirri ástæðu að þeir grípa til þeirrar nauðvarnar að fara í verkfall. Það hefur ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar verið brugðist við því. En þegar svo er komið að þeir sjá enga aðra leið en að fara í verkfall, þá stendur ekki á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar að setja lög á kjaradeiluna. Við skulum taka þetta mál til umræðu og láta það hafa eðlilegan framgang í þinginu en gefa okkur og þeim stéttum sem þarna eiga hlut að máli tíma til að skoða það. Ég segi nei.