Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Þriðjudaginn 10. febrúar 1998, kl. 14:03:43 (3580)

1998-02-10 14:03:43# 122. lþ. 63.1 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur

[14:03]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu gæti hann gert það með því að víkja og fá einhvern til að skipa fyrir sig. Það sem ég er að leggja á áherslu er að jafnrétti næst ekki eingöngu með því að ná fram jafnmörgum konum og körlum alls staðar. Jafnrétti næst með því að allir borgarar, jafnt karlar sem konur, hafi sama rétt til að gegna ákveðnum störfum. Ég fullyrði að kona í réttum flokki með rétt ættartengsl er með miklu meiri rétt í dag en karlmaður sem er ættlaus og ekki í réttum flokki.