Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Þriðjudaginn 10. febrúar 1998, kl. 17:01:44 (3618)

1998-02-10 17:01:44# 122. lþ. 63.1 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur

[17:01]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta svar ráðherrans veitti einstæða innsýn í hugsunarhátt hans og viðhorf gagnvart samkeppni og gagnvart því hvaða vernd borgararnir þurfa og eiga að hafa gagnvart einokun í samfélaginu. Hann sagðist ekki vilja taka málefni Samkeppnisstofnunar hér til umræðu. Hann gerði það nú samt með því að bera brigður á störf hennar.

En ég vil gjarnan að það komi fram, herra forseti, að mál Samkeppnisstofnunar, þau sem aðilar sem ekki vilja við una þegar úrskurðir eru annars vegar og þau mál sem hafa farið til dóms, hafa unnist. Það vill svo til að Samkeppnisstofnun er stofnun sem hægt er að treysta vegna þess að dómar sem fallið hafa hafa fallið stofnuninni í vil.