Atvinnuleysistryggingar

Þriðjudaginn 10. febrúar 1998, kl. 17:56:14 (3630)

1998-02-10 17:56:14# 122. lþ. 63.11 fundur 437. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (elli- og örorkulífeyrir) frv., ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur

[17:56]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Eins og hér kom fram, standa fjórir hv. þm. að þessu frv. en fyrir okkur hefur farið 1. flm., hv. þm. Guðrún Helgadóttir. Ég lít svo á að mikilvægt sé að hraða afgreiðslu þessa máls. Kjarni þess er sá að einstaklingur sem missir atvinnu sína fær atvinnuleysisbætur. Þær bætur fær viðkomandi þótt maki hans sé vinnandi og afli tekna. Deyi makinn hins vegar og fái hinn eftirlifandi makabætur er hann sviptur atvinnuleysisbótunum eða þær lækkaðar stórlega.

Á Alþingi í gær var rætt um að láta lög um bann við verkföllum sjómanna fá flýtimeðferð í þinginu. Ef eitthvert frv. á skilið að fá flýtimeðferð á Alþingi þá er það þetta.