Málefni Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands

Miðvikudaginn 11. febrúar 1998, kl. 15:10:49 (3677)

1998-02-11 15:10:49# 122. lþ. 64.6 fundur 413. mál: #A málefni Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁÞ
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur

[15:10]

Ásta B. Þorsteinsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda, Svavari Gestssyni, fyrir þessa fyrirspurn. Ég tel hana mjög brýna og gott að þetta mál komist hér á dagskrá. Ég tel að Heyrnar- og talmeinastöð ríkisins hafi unnið mjög mikið og mikilvægt brautryðjendastarf með því að koma málefnum heyrnarskertra í betra horf en áður var.

Annir á stöðinni eru miklar, t.d. voru í janúar bókaðar þangað tæplega 900 heimsóknir. Eins er ljóst að stofnunin hefur búið við fjárskort sem þarf að bæta úr.

Úthlutun heyrnartækja er háð fjárveitingum til stofnunarinnar en ekki fjölda þeirra sem þurfa á þeim að halda. Mikilvægt er að úr þessu verði bætt. Dæmi um hlutdeild öryrkja í kostnaði á heyrnartækjum í dag geta verið á bilinu 30--40 þús. kr. Ég tel að það verði að líta á tækin sem bráðnauðsynleg til að rjúfa einangrun fólks. Því ber að fá þessi tæki greidd að fullu frá ríkinu. Ég tel að bæta verði úr þessu og skora á hæstv. heilbrrh. að líta á það mál.