Réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 11:52:15 (3728)

1998-02-12 11:52:15# 122. lþ. 66.1 fundur 71. mál: #A réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[11:52]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er allt gott og blessað. Ég minni þó á að það var í tíð núv. ríkisstjórnar og núv. hæstv. félmrh. sem sett var ný löggjöf um þessi mál til að ná betri tökum og nálgast þessa hluti á nýjan hátt. Og hv. þm., fyrrv. hæstv. félmrh., mætti alveg minnast þess. Það mætti minnast þess að núv. hæstv. félmrh. tók við af hv. þm. Þessi löggjöf er vissulega tilraun til að taka á þessum málum. Persónulega veit ég að allt er reynt til að finna færar leiðir til að hjálpa þeim sem þarna eiga hlut að máli.